Fara í efni

Frá lesendum

ÞEGAR JÓAKIM VON AND FÆR VÖLDIN

Þakka þér fyrir að standa fyrir fundi um braskavæðingu borgarinnar. Ég hvet sem flesta að leggja leið sína í Efstaleitið og verða vitni að því sem þar er að gerast.

HAG-FRÆÐINGAR TIL LIÐS VIÐ SA

Kjararáðið kepptist við,. kaupið hækka toppa.. Fjögur prósent fáið þið,. flóðið viljum stoppa.. Kári

MEIRIPOKA-MENN HANNESAR

Meiri pokann margur vó,. Mammons trú þeir játa.. Í minni pokann mega þó,. menn við dauða láta.. Kári . . http://eyjan.dv.is/eyjan/2018/07/31/hannes-holmsteinn-haegrid-miklu-skemmtilegri-og-snjallari-hugsudi-en-vinstrid/

TIL HAMINGJU!

Til hamingju með daginn.        Kæri vinur!!. . Nú sjötugur ´ann segist vera. og sennilega er rétt. En ellina mega ýmsir bera. Ögmundur gerir það létt.. . Afmælisbarnið okkar er. yndislegur drengur. Mikla kosti maðurinn ber. og mikill vinafengur.. . Góður drengur gleðjast má. ´onum gengur allt í haginn. Ögmundur vinur afmæli á. og heldur uppá daginn.. . Góður vinur gleðjast á. gleði fyllir daginn. Því ellina ekki allir fá. kemst ekki í bæinn!!!. . Hér ástandið er ekki gott. einhver flensuskítur. Eftir lyfjatökur og læknaplott. til lítils er nýtur.. Pétur Hraunfjörð

Á AFMÆLISDEGI ÖGMUNDAR

Árin jarðnesk aldrei tel,. endar víst með tapi.. Innri maður yngist vel,. oft að sama skapi.. Kári

HUGSAÐ TIL VINAR

Brátt áratugina sérðu sjö. samt gefurðu lítið eftir. Ævikvöld eignist eflaust tvö. Þar ekkert ykkur heftir!! . . Sjö áratugi þraukaðir þú. í van-þakklátu striti. Ögmundur heilræði hafðu nú. og gerðu eitthvað af viti.. Pétur Hraunfjörð . . .  

NÚ ÁHUGI MINN ALLUR FÓR

Nú áhugi minn allur fór. er af leið var haldið. Katrín valdi auðvalds-kór. og kaus Íhaldið.. . . Verstir af öllum virðist mér. vinstri armur stjórnar. fátæklingurinn þar falsið sér. ´ún vegferðinni fórnar. fjöldinn henni færði völd. fólkinu vildi umbuna. en kveðjan virðist ansi köld. og konan stutt í spuna. þá áhugi minn allur fór. er af leið var haldið. Katrín valdi auðvalds-kór. og kaus Íhaldið.. Pétur Hraunfjörð

Í FRAMHALDI AF OLÍFUVIÐAR-GREIN

Í framhaldi af grein þinni um Ólífuviðargrein þá er vert að rifja upp ferð Apolli 11 til tunglsins í júlí 1969.

„SKILAR SÉR MEST TIL ÞEIRRA STÆRSTU"

Við sjáum lekinn ljótan. Þar lítið var um þref. gjaldlítinn gaf ´ún kvótann. ei Lilju fyrirgef.. Pétur Hraunfjörð

LÍTIÐ MAÐUR SEGJA MÁ

Lítið maður segja má. orðin margir bera. sannleika að segja frá. sjaldan aðrir gera.. Mlavexti þá muna skalt. ef margir á þig hlýða. Og ekki bæta í sárið salt. sem aðrir fyrir líða.. Pétur Hraunfjörð