Blesaður Ögmundur.Út af umræðuna um ofurlaunin hjá bönkunum þá held ég að megi nálgast launabilið og jafnréttið líka frá öðru sjónarhorni.Lægstu launum og millitekjum er nú kerfisbundið haldið niðri með innflutningi á erlendu vinnuafli.
Sæll Ögmundur.Hvers vegna talar þú svona niðrandi um þá aðila sem vinna hjá bönkunum og hafa komið sér vel áfram í grein þinni 1.11.06? Mér finnst skrif þín ekki hæfa stjórnmálamanni sem situr á alþingi sem málsvari þjóðarinnar og óska eftir að þú endurskoðir ummælin.