Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Maí 2006

EKKI HÓLMSHEIÐI EN "MONORAIL" FRÁ KEFLAVÍK!

Góði Ögmundur.Þú átt þakklæti fyrir stórgóða grein þína á vefsíðunni undir fyrirsögninni “LYGARINN SEM RÍKISSTJÓRNIN VILL AÐ VERJI ÍSLAND!” Greinin er vel skrifuð að vanda, með markverðum upplýsingum og fróðleik og vel unnin sem hefur áreiðanlega verið töluverð vinna.

TVÍSKINNUNGUR VG?

Finnst þér í lagi að byggja flugvöll á Hólmsheiði í næsta nágrenni við vatnsverndarsvæði okkar? Er þetta ekki tvískinnungur VG í hnotskurn? Væntanlega birtirðu ekki gagnrýnisbréf frá lesendum bara gagnrýni á aðra en ég sendi þér þetta samt.
BANDARÍSKUR ALMENNINGUR AÐ VAKNA TIL LÍFSINS

BANDARÍSKUR ALMENNINGUR AÐ VAKNA TIL LÍFSINS

Ég hef þá trú að Bandaríkjamenn séu að vakna til lífsins í andstöðunni við ríkisstjórn sína, sem sumpart er stjórn alls heimsins.

HALLDÓR ÓVINSÆLLI EN BUSH !

Ég tók eftir því nú um daginn að nýjustu skoðanakannanir hér og í Bandaríkjunum um vinsældir forvígismanna, sýna að foringi íslensku ríkisstjórnarinnar Halldór Ásgrímsson hefur minna traust hjá sinni þjóð í skoðanakönnunum en Bush Bandaríkjaforseti nýtur í Ameríku og þykir það þó ekki mikið.

HVERS VEGNA ER SAGT ÓSATT UM 1. MAÍ HÁTÍÐAHÖLDIN?

Hvað vakir fyrir þeim sem vilja telja fólki trú um að örfáar sálir hafi mætt í kröfugönguna 1. maí í Reykjavík að þessu sinni? Fjögur hundruð manns hafi verið í göngunni, átta hundruð á baráttufundinum á Ingólfstorgi, sagði Útvarpið að kvöldi dagsins, Blaðið át þetta síðan upp daginn eftir og síðan kjamsar einhver fréttmaður á Fréttablaðinu á þessu rugli í blaði sínu í dag.

HVERS VEGNA ÞARF AÐ BREYTA RÚV HF FRUMVARPI?

Sæll Ögmundur.Nú er hafinn bútasaumur á RÚV frumvarpinu, það sem þú kallar lýtaaðgerðir. Hvað segir það okkur? Það segir okkur að frumvarpið var stórgallað og að nauðsynlegt hafi verið að bæta það.