02.08.2006
Ögmundur Jónasson
Ég fletti upp í dagatalinu mínu til þess að sjá hvort við værum einhvers staðar nærri 1. apríl, þegar ég las um það í blöðum fyrir nokkrum dögum að hingað til lands hefði komið hópur þingmanna úr allsherjarnefnd fulltrúadeildar japanska þingsins til að kynna sér einkavæðingu á Íslandi og læra af Íslendingum um hvernig ætti að bera sig að! Og hverjir skyldu lærimeistararnir hafa verið? Jú, það var helbláir ráðuneytisstarfsmenn og starfsmenn einkavæðingarefndarinnar, sem sett var á laggirnar í umboði þeirra Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar.