Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

September 2006

EKKI LESA ÞETTA, ÞAÐ ER EKKERT AÐ MARKA MIG!

Mikið hefur verið rætt og ritað um meðferð stjórnvalda á skýrslu Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings frá árinu 2002 um áhættuþætti Kárahnjúkavirkjunar og ábendingar hans um alls endis ófullnægjandi rannsóknir.

FÓLKIÐ VERÐI RÁÐIÐ Á KEFLAVÍKURFLUGVÖLL !

Sæll Ögmundur. Nú ætla ég að koma með ábendingu. Nú vantar starfsfólk á Kefluvíkurflugvöll og það væri hægt að ráða allt það starfsfólk sem kæmi frá varnarliðinu mjög einfalt og gott.

BERJUMST FYRIR OPNU ÞJÓÐFÉLAGI

Sæll Ögmundur.  Styð þig heilhsugar í aðgerðum þeim er þú gekkst út af fundi Iðnaðarnefndar til að mótmæla leynipukrinu.  Þjóðin á rétt á því að öll spilin verði lögð á borðið.  Skora á þá er lesa síðuna þína að taka undir í baráttu fyrir opnu og lýðræðislegu þjóðfélagi.
UMHVERFISÁHERSLUR SAMFYLKINGARINNAR - TRÚVERÐUGAR?

UMHVERFISÁHERSLUR SAMFYLKINGARINNAR - TRÚVERÐUGAR?

Heill og sæll Ögmundur.Þá er Samfylkingin komin með umhverfisstefnu! Fagra Ísland mun sú stefna vera kölluð en á fréttamannafundinum sem þessi nýja umhverfisstefna var kynnt sagði formaður Samfylkingarinnar, ingibjörg Sólrún Gísladóttir, að hún sæi ekki eftir því að hafa stutt Kárahnjúkavirkjun miðað við þær upplýsingar sem þá lágu fyrir!  Er þetta grín? Var ekki ljóst á þessum tíma að Kárahnjúkavirkjun myndi valda stórfelldum náttúruspjöllum? Það sem nú er að koma í ljós eru hins vegar ýmsar jarðfræðilegar hættur.

ÖLL SPIL Á BORÐIÐ

Herra Alþingismaður, Ögmundur Jónasson! Ég fór inná síðuna þína fyrir nokkrum dögum og fannst hún góð. Ég fór því inná hana í dag, og eftir að hafa lesið fyrsta pistilinn þinn á henni undir fyrirsögninni “EKKERT LEYNIMAKK – SPILIN Á BORÐIÐ!” þá er ég sannfærður um að síðan þín er stórkostleg!  Ég er sammála þér Ögmundur, að leynimakkið við þetta allt saman, er orðið “þjóðhættulegt!” Hugrekki þitt og þjóðhollusta er mér augljós og kemur fram þegar þú gengur af fundi iðnaðarnefndar og neitar kröfu fulltrúa Landsvirkjunar um að halda áfram leynimakki gagnvart íslensku þjóðinni.

LANDSVIRKJUN OG HJÁLPARSAMTÖKIN IMPREGILO

Ögmundur.Háttalag LSV að því er "upplýsingamiðlun" um starfsemi fyrirtækisins varðar, líkist sífellt meir því sem viðgengist hefur meðal leyniþjónusta þeirra ríkja sem eiga í hernaðarátökum.

HVERJIR VILDU ÞJÓÐARATKVÆÐAGREÐILSU UM KÁRAHNJÚKA?

Sæll Ögmundur.Það er deginum ljósara að vakning er að eiga sér stað í þjóðfélaginu varðandi stóriðjufárið.

BUSH SVARI TIL SAKA - GÓÐUR GAGNABANKI

Í mjög góðri og athyglisverðri grein eftir bandaríska metsöluhöfundinn, William Rivers Pritt, sem meðal annars hefur skrifað tvær bækur um Írak stríðið, eru raktar lið fyrir lið lygar Bush Bandaríkjaforseta og ráðandi manna í ríkisstjórnum hans, um Írak stríðið og langar mig Ögmundur til þess að birta hana sem eins konar viðhengi við þetta bréf mitt til þín.

RANNSÓKNARSTOFNUN Í JARÐVÍSINDUM REIST Á RÚSTUM HERSTÖÐVAR

Hugmynd um Keflavíkurflugvöll; Í gær sótti ég málþing um eldfjallagarð á Reykjanesi og kom þar upp hugmynd um að nýta byggingarnar á herstöð Keflavíkur til þess að byggja upp háskólasamfélag sem ætlað væri að laða að fólk erlendis frá í rannsóknir og nám í jarðfræðunum öllum, bæði BA, Master og Doktorsnám.

MENN TAKI EINA MAGNIL OG ...

Ágæti Ögmundur... Ég rakst inná síðuna þína á netinu, sem ég tel mjög góða. Eftir að hafa lesið pistil þinn um “Læknisfræði eða hagsmunabarátta,” þá vil ég taka fullkomlega undir orð þín! Þeir sem annað veifið fá þessa græðgikveisu ættu að skoða reynslu nærliggjandi landa, sem hafa farið út í einkabisnis með heilbrigðiskerfið og læknaþjónustu.