Blessaður Ögmundur.. Mér sýnist að þú sért að kalla eftir nýjum kúrs í Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins þar sem fjallað yrði um störf flokks í stjórnarandstöðu.
Sæll Ögmundur.. Ég treysti því að fjármálaráðherra taki samning um álver í Helguvík til endurskoðunnar strax þótt iðnaðarráðherra hafi undirritað hann því menn eru bara úti á túni með alla þá afslætti og ívilanir umfram önnur íslensk fyrirtæki að ekki tekur nokkru tali.
Það er gríðarlegt hagsmunamál að losna sem fyrst við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn úr landinu. Hann heldur uppi vöxtum og er hér eingöngu til að gæta hagsmuna eignafólks, heimslögregla auðvaldsins einsog þú hefur réttilega lýst honum Ögmundur. Tímaritið Vanity Fair hefur sagt frá málaliðunum sem hafa verið sendir hingað til lands, fákunnandi og ruglaðir, nýkomnir frá því að ráðskast með efnahagskerfi fátækra þjóða.
Sæll kæri Ögmundur.... Það segir nokkuð um skoðun þína síðan að þú varðst ráðherra, hvað þú segir í pistlum þínum og hvaða lesendapistla þú birtir á vefsíðunni þinni.