Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Júní 2009

UM ÁBENDINGU HÆSTARÉTTAR-DÓMARA

Þau merku undur hafa nú gerst að sá dómari Hæstaréttar Íslands sem ávalt hefur verið milli tanna almennings fyrir annarleg sérálit í mörgum dómum sínum hefur nú fyrstur allra dómara réttarins sýnt að hann á sér aðra hlið líka að réttur fólksins og þjóðarinnar sé virtur.

SPILLA VÖLDIN?

Sæll Ögmundur. Er Sigtúnshópurinn búinn að greiða upp sín húsnæðislán? Þið talið alltaf um sérstakar aðstæður vegna skattahækkana, hvernig væri þá að setja sérstök lög sem afnema vísitöluna sem hækkar alltaf mín húsnæðislán (með þínu samþykki, mannsins sem barðist harðast hér um árið vegna misgengis launa og lána).

VARAÐ VIÐ AGS

AGS - Steingrímur J.S. og þú Ögmundur hafa lengi varað við þessum köppum, réttilega. http://www.vald.org/greinar/090602.html . Með kveðju,. Björn F.

GERUM HREINT EFTIR VEISLUNA

Ég er þakklátur fyrir að það finnst fólk sem skilur að það þarf að borga reikningana eftir veisluna sem hefur staðið undanfarin ár.

GAMLI SÁTTMÁLI HINN NÝI?

Nú berast fréttir af skilmálum Icesave samkomulagsins og á mann renna tvær grímur. Er það virkilega svo að nánast sé verið að samþykkja Gamla Sáttmála hinn seinni að einhverju leyti? Er það virkilega svo að ekki sé bara verið að binda þjóðina í slíkan skuldaklafa að seint verður fundið álíka dæmi heldur sé verið að framselja allan okkar rétt um dómsmál í hendur þeirrar þjóðar sem er að gera okkur þetta? Og að ef að við ekki getum staðið í skilum að þessar þjóðir geti komið inn og valið þær eignir íslenska ríkisins sem að þeim lýst best á og hirt þær? t.d.

KAUS ÞÁ EINHVER?

Tveir menn virðast hafa stillt ríkisstjórninni upp við vegg. Þeir neita að gera samkomulag sín í milli nema þriðji aðili geri eitthvað fyrst.

FRÁBIÐ VETTLINGATÖK

Kæri Ögmundur..... Hvernig stendur á því að ekki er búið að upplýsa fyrir þjóðinni hvað hún fær fyrir rafmagnið sitt til erlendrar stóriðju?  Hvað hún fær fyrir leigu á landi undir erlendu stóriðjuna og í opinber gjöld, skatta og tolla?  Hvernig Kárahnjúkamálið ALLT stendur með kostnaði, lánum og vöxtum, svo á móti arði af Kárahnjúkaframkvæmdinni! . . Það verður að ónýta alla viðskiptaleynd í landinu með lögum, sem mér vitandi hefur aldrei verið viðhöfð á Íslandi fyrr en glæpamennirnir fundu hana upp samkvæmt erlendri fyrirmynd og túlkun, til að hylma yfir misferli sítt og jafnvel glæpi! Hver veit?  Engin veit neitt!   Þetta eru mál sem VG hefur alltaf sett á oddinn, en nú steinþegið þið, þegar þið getið gert eitthvað við því!  Hvernig stendur á þessum tvískinnungi Ögmundur? . . Eins get ég engan vegin verið sammála Gylfa Magnússyni viðskiptaráðherra, að ekki sé hægt að snúa við ákvörðun bankamanna að lána sjálfum sér, vinum og vandamönnum, tugi ef ekki hundruð milljarða króna rétt fyrir hrunið, og jafnvel þurrka sumar skuldirnar út án greiðslu.  Sumar afborganir og skattar eiga jafnvel ekki að eiga sér stað fyrr en eftir dauðadag lántakandans!  Hvað heldur þú að Eva Joly og annað fullvita fólk sem er að reyna að hjálpa okkur, haldi um svona háttarlag? . . Annað hneyksli er að það er ekki búið að hneppa einn einasta glæpamann í fangelsi og hafa af honum illa fengið þýfi, ekki einu sinni til yfirheyrslu, að mér skilst.

ALLAR UPPLÝSINGAR VERÐA AÐ KOMA FRAM

Sæll Ögmundur.. Það er alveg rétt sem þú skrifar að nú ríður á að hver þingmaður skoði samvisku sína í Icesave málinu.

AFTURHALDSÖFL?

Ég var að horfa á sjónvarpsfréttir og velti því fyrir mér hvert ykkar gengur lengst í afturhaldsátt, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, ríkisstjórnin eða svokallaðir  "aðilar vinnumarkaðar".

ÓLIKT HAFAST ÞEIR AÐ

Maður er nefndur Steen Bagger, ættaður af Sjálandi þar sem heitir Danmörk. Var hann danskur útrásarvíkingur með tilhneigingu til að færa bókhald fyrirækis síns liðlega.