Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Júní 2010

AÐ SPILA GUÐ

Hann var ný fermdur drengurinn og hafði fengið talsvert af peningum í fermingagjöf og vildi nota þessa aura sína af skynsemi.

AÐ TRYGGJA ÞJÓÐARHAG

Þjóðstjórn er hugtak sem hljómar vel. En hvers vegna setur Össur slíka hugmynd fram nú? Er það vegna þess að hann telji þörf á fleiri flokkum í ríkisstjórn til að taka ákvarðanir? Er það vegna þess að hann telji að þá verði teknar viturlegri ákvarðanir en núna eða sanngjarnari? Eða óttast hann að ákvarðanir ríkisstjórnarinnar muni ekki falla í kramið hjá þjóðinni? Að þá gæti verið betra að hafa alla flokka samseka - sýna samstöðu gegn þjóðinni? . Ef réttlæti stýrir för er ekker að óttast.

VARLEGA VERÐI FARIÐ MEÐ VALDIÐ

Það má aldrei gleymast að þeim sem er falið umboð til að ráðstafa opinberum fjármunum verða að fara vel með það vald og svara til ábyrgðar.

AÐ KOMAST TIL NÁMS AÐ NÚPI

Sæll Ögmundur. Þörf ábending hjá Ólínu. En kannski er Jóhanna komin með Núp við Dýrafjörð á heilann. Þar voru nokkrir "ólátabelgir" við nám á sínum tíma og virðast spjara sig mun betur í pólitíkinni en Jóhanna, enda er hún orðin hálf-gerð grín-fígúra af einhverju sem hún reyndar kannski aldrei var .

...OG EKKI BIÐST HÚN AFSÖKUNAR

Sæll Ögmundur.. Forsætisráðherra urðu á alvarleg mistök, opinberlega, sjálfan 17. júní. Hún kenndi Jón Sigurðsson, forseta, við Dýrafjörð.

ESB-SINNAR Í FRAMSÓKN OG ÞJÓÐSKJALA-SAFNIÐ

Og þá tók loksins steininn úr. Hvað haldiði, voru ekki evrópusinnaðir framsóknarmenn að berja á þingflokksformanni sínum fyrir þá stórbrotnu leikfléttu hans að hafa aðkomu að tillöguflutningi til afturköllunar umsóknaraðildar að EB.

TYRKJARÁNIÐ OG ICESAVE

Tyrkjaránið 1627 var eins og flestir vita ekki eins og nafnið gefur til kynna,beinlínis Tyrkjarán, áhafnir skipanna komu frá Alsír og Marokkó, en stjórnendur/bandítarnir komu að sjálfsögðu frá Bretlandi og Hollandi eins og ræningjarnir í dag en nú heitir það Icesafe-ránið 2010.

RÆÐAN SEM EKKI VAR FLUTT

Enn eru margir í losti yfir því að bröskurunum í Magma Energy væri leyft að koma eignarhaldi sínu á HS orku og þar með öðlast ráðstöfunarrétt á orkulindum Reykjaness.

ÞJÓÐNÝTING AUÐLINDA ER RÉTT - FRÁBIÐ NÝJA RÚSSAGRÝLU!

 Kæri Ögmundur.... Bjarni Benediktsson og hans kumpánar segja að trygging auðæva landsins, þá vatnsins, sem einkaeign allrar Íslensku þjóðarinnar, sé ekkert annað en „þjóðnýting," eins og að það sé eitthvað skammarlegt að þjóðnýta. Persónulega tel ég að trygging á því að ÖLL þjóðin eigi sameiginlega auðævi föðurlandsins um aldur og ævi sé nauðsynleg og sjálfsögð, og ef það er að þjóðnýta, þá í guðanna bænum þjóðnýtum, og það STRAX!  . . Það fer ekki á milli mála að öll íslenska þjóðin á að nýta og njóta auðæva Íslands sameiginlega! Því skal þjóðnýta þau sem allra fyrst!  Það eru einnig aðrir geirar utan náttúruauðævanna sem starfa í pukri án heiðarlegrar samkeppni til að tryggja hag neytenda, svo sem olíufélögin sem hafa verið staðin að verðsamráði, lyfjainnflutningurinn, síminn, bankarnir, orkugeirinn að vissu marki og ýmislegt fleira sem er nauðsynlegt að þjóðnýta, sem sé að vera í eigu þjóðarinnar og rekið í þágu þjóðarinnar! . . Við sem viljum sem mest einstaklings athafnafrelsi skiljum að þó þjóðin eigi sameiginlega grundvallarþætti athafnalífsins, þá kemur það enganvegin í veg fyrir að einstaklingar stofni sín fyrirtæki og reki þau sér til ágóða, og nýti grundvallar eigur þjóðarinnar til þess.

ORKAN VERÐI Í ALMANNAEIGN

Mér finnst þetta tal um hverjir séu góðir og hverjir vondir eigendur að orkulindum út í hött. Þegar búið er að setja auðlindirnar út á markað þá skiptir ekki máli hver kaupir, þetta endar í hörðum bisniss.