Skilanefnd Landsbankans neitar staðfastlega að veita almenningi upplýsingar um greiðslur bankans til innistæðu-trygginga-sjóðanna í Bretlandi og Hollandi.
Ríkisstjórninni hefur verið legið á hálsi að stöðva allar framkvæmdir og framfaramál. Ég get ímyndað mér að hún sé örðin nervös vegna þessa og vill alls ekki veita viðnám í nokkrum málum sem gætu skapað vinnu í verktakageiranum.
Sæll Ögmundur.. Í ágætu bréfi frá Árna V. hér á síðunni, með yfirskriftinni "Allt að forskrift AGS?" er greinargóð og skýr lýsing á "ástandinu" á ríkisstjórnarheimili þeirra Steingríms J.
Óreyndur ráðherra Samfylkingarinnar vill frysta laun opinberra starfsmanna og lífeyrisþega. Þetta leggur hann til um leið og hann með liðlegu hendinni samþykkir stórfelldan skattafslátt til fyrirtækis sem Björgólfur Thor Björgólfsson á í komapaníi við athafnamann úr röðum Samfylkingarinnar.
Ráðning Más í seðlabankann er besta ráðning í heimi ef marka má orð forsætisráðherra. Aldrei fyrr hefur verið staðið jafnvel að ráðningu svo vitað sé til í forsætisráðuneytinu.