LÝÐRÆÐIÐ ER Í HÚFI
09.11.2021
Góð grein og þörf Ögmundur! Oft hefur verið nauðsyn en nú er nefninlega algjör þörf á róttækri greiningu á ástandinu hér hjá okkur. Þjóðin er lömuð ..... hvað næst! Nú hef ég alls ekki tekið virkan þátt í íslenskum stjórnmálum en hef fylgst grannt með síðastliðin nokkur ár. Í mínum huga er það stjórnsýslan /flokkakerfið sem aftrar því að heilbrigð þróun geti orðið. Við þurfum persónukjör og opið lýðræði. Ótrúlegt að virða þetta fyrir sér því gott fólk er þarna allsstaðar. Miðað við kyrrstöðuna svo skrýtið, síðan kemur sérhagsmunagæslan, fámennið og frænd/kunningjahyglin sem tvinnast saman ... Bergljót Kjartansdóttir