Fara í efni

Frá lesendum

HVERJIR FÓÐRUÐU KANANN?

Merkileg þótti mér ábending þín í Silfri Egils í gær um fyrirspurn Álfheiðar Ingadóttur á þingi um aðgang bandarískra lögregluyfirvalda að upplýsingum um Íslendinga frá fyrri tíð.  Ég fletti þessu upp á Alþingisvefnum og verð ég að segja að mér þykir harla undarlegt að þetta skyldi ekki fá meiri umfjöllun en raun bar vitni.  Þarna kom nefnilega tvennt í ljós.

GUÐLAUGUR OG SLÁTURFÉLAGIÐ

Oft hefur þú verið óvæginn við pólitíska andstæðinga en nú er mér nóg boðið. Að tengja heilbrigðisráðherra landsins, Guðlaug Þór Þórðarson, við Sláturfélag Suðurlands finnst mér svo ósmekklegt að engu tali tekur.

UM KIRKJU, RÍKI, SKÓLA OG VG

Sæll Ögmundur.. Nú á sér mikil umræða um aðskilnað skóla og kirkju. En aðskilnaður skóla og kirkju var einmitt málamiðlunin á landsfundi VG í hitteðfyrra þegar þjóðkirkjumálið var til umfjöllunar.

GRÓFUR BRANDARI EÐA HÓTUN?

Lastu þennan pistil eftir Gilzenegger, hann var grófur brandari, en að skilja hann sem hótun um hópnauðgun, er eitthvert mesta rugl sem ég hef séð.

ERU JAFNAÐARMENN GENGNIR ÚR SAMFYLKINGUNNI?

Skyldi fólk almennt gera sér grein fyrir því að milljarðarnir fimm sem ríkisstjórnin er að setja í tryggingakerfið til aldraðra og öryrkja eru klæðskerasaumaðir fyrir þá sem betur eru settir? Hingað til hefur verið reynt að deila fjármunum frá hinu opinbera þannig að þeir gagnist fyrst og fremst þeim sem minnst hafa.

JÓHANNA OG FJÖLSKYLDUHJÁLPIN

Það var vel til fundið hjá kynningarfulltrúa Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra, að láta hana mæta hjá Fjölskylduhjálpinni í vikunni til að geta sýnt hana í faðmlögum við fátækt fólk á forsíðum dagblaðanna.

HVERNIG AUKA MÁ VIRÐINGU ALÞINGIS

Þetta er fremur tillaga en spurning. Til að auka virðingu og virkni Alþingis legg ég til að það verði sett regla um að ekki sé fundarfært ef minna en 2/3 alþingismanna sitji fundinn.

GÓÐ GREIN HJÁ EINARI

Sæll Ögmundur.Góð grein hjá Einari Ólafssyni undir “Frjálsum pennum” með fyrirsögninni “RÚSSAR TROÐA ILLSAKIR VIÐ GRANNA SÍNA”!  Málið er auðvitað ekki áróður og ofbeldishneigð Bandaríkjanna og þýja þeirra.

HRÓPANDI RANGLÆTI GAGNVART LÍFEYRISÞEGUM

Ég get ekki annað en tekið undir með Helga Hjálmarssyni, formanni Landssambands eldri borgara: “OF LÍTIÐ OF SEINT.

FULLVELDIÐ OG UTANRÍKISMÁLIN

Þú spyrð hvort við hefðum sætt okkur við að Danir færu með okkar utanríkismál. Það vantar illilega aftanvið setninguna.