Fara í efni

Frá lesendum

UM MIKILVÆGI IÐNMENNTUNAR

Sæll Ögmundur. Í tilefni allskyns áforma um hátæknifyrirtæki s.s.netþjónabú og önnur í þeim anda, væri ekki tímabært að ráðamenn menntamála og þingmenn hugleiddu eitthvað um iðnmenntun á Íslandi.

SKEMMTILEGUR EGILL

Sæll Ögmundur.Bókmenntaþáttur Egils Helgasonar í Sjónvarpinu þykir mér kærkomin sending. Þátturinn er bæði skemmtilegur og innihaldsríkur.

VERSLUNARSTOFNUN FYRIR HEILBRIGÐISKERFIÐ UMRÆÐULAUST?

Þú bendir réttilega á það hér á síðunni Ögmundur,  að Magnús Pétursson, Landspítalaforstjóri sé með varnaðarorð um framtíð heilbrigðiskerfisins og að hann horfi meðal annars til næstu fjárlaga.

ÞAÐ HEFUR GEFIST VEL AÐ HUGSA SEM ÞJÓÐARFJÖLSKYLDA!

Sæll Ögmundur! Ég var að lesa pistil Magnúsar Péturssonar  forstjóra Landspítala – háskólasjúkrahúss, og áherslur þínar á skoðun hans og meiningu.

EFTIRLAUNALÖGIN AFNUMIN FYRIR JÓL?

Sæll Ögmundur.Ein lítil spurning. Var það misskilningur hjá mér að til stæði að hraða afgreiðslu á frumvarpi Valgerðar Bjarnadóttur um afnám laga um eftirlaun ráðherra, þingmanna og fl.? Verður frumvarpið ekki afgreitt fyrir jól?HaffiÞakka þér bréfið Haffi.

ÞJÓRSÁ ÞAKKAR ÞÉR GUÐFRÍÐUR LILJA!

Mig langar til að þakka Guðfríði Lilju Grétarsdóttur fyrir frábæra frammistöðu á Alþingi. Það gladdi hjarta mitt í liðinni viku að heyra tilfinningarnar vella í brjósti Guðfríðar Lilju, varaþingmanns þíns Ögmundur, þegar hún beindi máli sínu til ríkisstjórnarinnar og þá sérstaklega Samfylkingarinnar, út af virkjunaráformum í Þjórsá.

GAGNRÝNI ÞARF AÐ EIGA VIÐ RÖK AÐ STYÐJAST

Heill og sæll Ögmundur, Rak augun í eftirfarandi á heimasíðu þinni: ,,Fréttastofum RÚV hefði verið í lófa lagið að snúa frásögninni við og segja að RÚV ohf ætlaði að láta fyrrnefnda peningaupphæð renna til dagskrárgerðar í samkrulli við stórefnamanninn Björgólf Guðmundsson.

ANNARLEGAR GJAFIR AUÐVALDSINS!

Sæll Ögmundur... Fyrir utan lítisvirðandi tal Björgólfs Guðmundssonar, Landsbankaeiganda um íslensku þjóðina og lýðræðið, þegar hann leyfir sér að segja að íslenska ríkið sé af hinu illa, þá spyr ég hvernig sé hægt yfirleitt að réttlæta “peningagjafir” auðvaldsins til hverskonar félagslegra stofnanna, hvað þá til  fjölmiðla og það í almannaeign, í ríkiseign?  Ég hreinlega skil þetta ekki! Og forsvarsmenn RÚV mæta á fréttamannafundi þar sem svívirðingarnar eru hafðar yfir.

UM BJÖRGÓLF OG RÚV: EKKERT SAMKRULL

Sæll Ögmundur.Sá færslu á heimasíðunni þinni og vildi bara undirstrika eftirfarandi:Björgólfur Guðmundsson er auðvitað ekki að styrkja Ríkisútvarpið eða dagskrárgerð á þess vegum um eina krónu.

EINHVER MUNUR Á FRAMSÓKN OG SAMFYLKINGU?

Sérðu einhvern mun á núverandi ríkisstjórn og þeirri sem áður sat? Stutt en afgerandi svar óskast. Sjálfur sé ég engan mun á núverandi hjálparkokki Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingunni  og fyrrverandi, nefnilega Framsókn.