Fara í efni

Frá lesendum

ÖMURLEGT AÐ HLUSTA Á HÁLAUNAFÓLKIÐ

Það er einfaldlega ömurlegt að hlusta á hálaunafólkið troða upp í fjölmiðlum og  mæra nýgerða kjarasamninga ASÍ.

SJÁLFSTÆÐIS-FLOKKURINN Á EKKI AÐ EIGA EMBÆTTI

Telst það eðlilegt ástand að stjórnmálaflokkur, í þessu tilfelli Sjálfstæðisflokkurinn, „eigi" ákveðin embætti hvort sem það eru dómaraembætti, sýslumannaembætti, staða seðlabankastjóra eða sendiherra eða nú síðast forstöðumaður Þjóðmenningarhúss? Svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn komist upp með ásamt Framsóknarflokknum sem vonandi heyrir sögunni til að tryggja sínum mönnum þessi embætti hvort sem þau eru auglýst formsins vegna eður ei.

GETUR VERIÐ AÐ HJARTAÐ VANTI Í SAMFYLKINGUNA?

Svo virðist sem ríkisstjórnin muni spila út kosningaloforðum Samfylkingarinnar sem sínu framlagi í samningaviðræðum SA og ASÍ.

SEÐLABANKA-STJÓRI OG OKRIÐ

Sæll Ögmundur .. Nýir kjarasamningar eru í burðarliðnum og nú stendur á stjórnvöldum að unnt sé að samykkja og undirrita.

HÁRRÉTT HJÁ FINNI

Það er rétt athugað hjá Finni Dellsén í grein hér á heimasíðu þinni Ögmundur, að það er verið að koma á tvöföldu heilbrigðiskerfi og þjóðin virðist ætla að láta þetta gerast í kyrrþey.

UM SPILLINGU OG ÁBYRGÐ ALÞINGIS

Sæll Ögmundur. Til hamingju með nýju heimasíðuna. Hún er stórfín. Í pistli á heimasíðunni 5. febrúar segir þú um Samfylkinguna: "Pínulítil sál sem leyfir spillingunni að hafa sinn gang með þögn sinni." Ég er sammála þér.

GUÐLAUGUR ÞÓR OG MILLILIÐIRNIR

Framkvæmdastjóri nýs fyrirtækis, GBU (Geðvernd barna og unglinga), segir í viðtali við 24 Stundir í dag að það sé verulega til bóta að sérfræðingar sem sinna þessum málaflokki komist undir eitt þak.

FRJÁLSLYNDIR GEFA LÍTIÐ FYRIR LÆKNARITARA

Ég gat nú ekki annað en vorkennt Frjálslynda flokknum  fyrir málsvara sinn, Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformann, í utandagskrárumræðunni um störf læknaritara í síðustu viku.

TILRÆÐIÐ VIÐ ÍSLENSKA VELFERÐAR-KERFIÐ

Sæll Ögmundur.... Enn hefur Hreinn Kárason hárrétt fyrir sér þegar hann réttilega gagnrýnir einstrengilega og stjórnlausa frjálshyggju, eða einkahyggju á kostnað íslensks almennings!; þess mans sem vinnur fyrir kaupi sínu og skapar verðmæti þjóðfélagsins! Bréfa- og peningabraskararnir skapa svo sannarlega ekki verðmætin!. Síðan er annarlegt að horfa uppá að einkavinakauðarnir séu að reyna að eyðileggja íslenska velferðar- og umönnunarkerfið og reyna að skapa hér sömu ringulreið og er í Bandaríkjunum þar sem græðgin á kostnað almennings ræður ferðinni.

SAMFYLKINGIN VAR MEÐ EN ER NÚ Á MÓTI!

Sæll Ögmundur.. Aðeins varðandi það sem þú segir í ágætri grein þinni um að Svandís hafi axlað pólitíska ábyrgð í REI málinu, sem hún gerði ein og óstudd.