ÁLFAR OG ÁLVER – HVER ER MUNURINN FYRIR LAND OG ÞJÓÐ?
15.09.2005
Blessaður Ögmundur. Á sínum tíma, er ég var barn að aldri, trúði ég á álfa. Hvernig átti heldur annað að vera, ég sá þá með eigin augum út um allar koppagrundir, í hverjum hól og kletti, já í hverjum einasta grjóthnullungi á æskustöðvum mínum vestur í Trékyllisvík.