Ég vil minna alla Reykvíkinga á prófkjör okkar framsóknarmanna vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. Prófkjörið sjálft fer fram í Skautahöllinni í Laugardal núna á laugardaginn, 28.
Sæll Ögmundur. Ég vildi benda þér á frétt í Fréttablaðinu 5. janúar og gera athugasemd við hana: Í fréttinni segir: "Eftirlaunafrumvarpið varð umdeilt og þá sérstaklega sú staðreynd að ráðherrar og þingmenn gætu hafið töku eftirlauna þó að þeir væru í fullu starfi hjá hinu opinbera." Þetta er röng fullyrðing.
Athyglisverður pistill hjá S. Pálssyni. ( Hér er vísað í lesendabréf hér á síðunni 15/12, sjá slóð að neðan ÖJ) Ef mig brestur ekki athygli og minni, byrjaði þessi frasakennda síbylja um "sókn inn á miðjuna" í Staksteinum i miðri prófkjörsbaráttu sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Sæll Ögmundur Mér finnst margt af því sem þú tekur til umræðu hér á síðunni athyglisvert en mér finnst þó áberandi að umfjöllun um umhverfismál er allt of lítil.
Að öllu jöfnu hef ég engan áhuga á að fylgjast með lífi Valgerðar Sverrisdóttur. En hún er nú einu sinni iðnaðarráðherra og kemur fram fyrir hönd okkar allra sem slík.
Ég sá í sjónvarpinu nokkra menn, þétta á velli, ganga inn kirkjugólf í Grafarvogi. Þar sem þeir röltu inn í helgidóminn drúptu þeir höfði eins og í lotningu, eða var þetta teikn að ofan, merki um hversu mjög mennirnir voru bugaðir, eða kannski auðmjúkir.