Fara í efni

Frá lesendum

FRÉTTIR ÚR KAUPHÖLLINNI

Ég sæki mikið inn á heimasíðu Kauphallar Íslands mér til skemmtunar og fróðleiks. Þar má finna fregnir af flóknum málum sem ekki er alltaf auðvelt að skilja en með skýrri og skorinorðri framsetningu renna margslungnir innviðir viðskiptalífsins ofan í mann eins og sykurlegnar pönnukökur.

UM KONUR OG KARLA Í FÆÐINGARORLOFI

22. september síðastliðinn var viðtal við þig sýnt í fjölmiðlum, þess efnis að feður hefðu ekki jafnan rétt á við mæður að sækja styrki úr Fæðingarorlofssjóði.

VÍSA VARÐ TIL

Núverandi forsætisráðherra fær alveg skelfilega litla athygli. Fólk tekur ekki eftir honum þótt hann birtist á skjánum; skjálfi og nötri einsog fallandi laufblað að hausti.

GEFÐU ÞJÓÐÓLFI FRÍ

Ögmundur. Ótrúlegt finnst mér langlundargeð þitt að birta nánast upp á hvern einasta dag skrif nafnleysingjans Þjóðólfs eins og þau eru nú yfirleitt ósmekkleg og leiðinleg.

HVERT LIGGUR ÞÍN LEIÐ DÓRI? HVAÐ SEGIR TÖLVUPÓSTURINN?

Það er skammt stórra högga á milli á vinnumarkaðnum enda mikil eftirspurn eftir vinnuafli og allir sem nenna geta fengið vinnu við sitt hæfi.

DAVÍÐ IN MEMORIAN

Við á Snotru höfum verið að ræða hvort Davíð Oddsson verði ekki settur í flokk “frelsishetjanna” Thatcers og Reagans.

ÚR TÖLVUPÓSTINUM Í MORGUN

Jón ritstjóri Tölvupóstsins lumar á ýmsu athyglisverðu í blaðinu í dag. Hann hefur gefið mér góðfúslegt leyfi til að nýta mér efnið að vild enda er hann mágur minn og hef ég svo sem ýmislegt á hann ef hann lætur ekki að stjórn.

TÖLVUPÓSTURINN - NÝTT DAGBLAÐ MEÐ NÝJAR OG BREYTTAR ÁHERSLUR

Ánægjuleg viðbót við íslenska fjölmiðlaflóru barst inn um bréfalúguna hjá mér í morgun. Þetta er auðvitað dagblaðið Tölvupósturinn en ritstjóri og jafnframt eini starfsmaður þess er hinn þjóðkunni doktor Jón Samúelsson kerfisfræðingur og tölvugúrú frá Þjófabóli í Aðaldal.

iPod Í LAUNAUMSLAGIÐ

Sæll Ögmundur.  Þú skrifar á heimasíðu þína þann 13.9.sl grein með yfirskriftinni ÞAÐ ÞARF AÐ JAFNA KJÖRIN Í LANDINU.

MÚTUR VIL ÉG EKKI Í MINN VASA

Það er fallegt af þér Ögmundur að bera blak af þeim aðilum sem eru að fá sölupeninginn af Símanum og eru flaðrandi upp um ríkisstjórnina af ánægju, þakklæti, bukti og beygju.