Þarf ekki að kynna samninganefnd sveitarfélaganna fyrir Gunnari Birgissyni?
19.09.2004
Í Kastljósi í kvöld kvaðst Gunnar Birgisson, alþingismaður og formaður menntamálanefndar Alþingis, vera meðmæltur því að kennarar hefðu mjög góð laun og hann hefði ekki hitt nokkurn mann sem væri annarrar skoðunar en að bæta þyrfti laun kennara.