17.03.2017
Ögmundur Jónasson
Ég var að horfa á aulaumfjöllun um áfengisfumvarpið í þætti Gísla Marteins í Sjónvarpinu. Gríðarlega fyndið, enda mikið hlegið þegar reynt var að gera andstöðu við að færa verslunarkeðjunum áfengisverslunina hallærislega.. Ekkert undarlegt með tvo pólitíska stuðningsmenn stórmarkaðanna í þættinum, Illuga Gunnarsson, fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins og Gísla Martein, þáttastjórnandann sjálfan, sem er fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og fylgismaður alls þessa væntanlega og greinilega.