Athyglisverðar eru vangaveltur í lesendabréfi þessarar síðu frá Jóel A. um tökuorðið „fuck" eða „fokk", sem greinilega heillar sívaxandi hóp alþingismanna.
Þingmanni Pírata tekst í þremur línum að koma orðinu „fuck" sjö sinnum fyrir í orðsendingu sem hann sendi verðandi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.
Okkur er sagt að þýska tímaritið Spiegel stingi upp á því við lesendur sína að velja Birgittu Jónsdóttur, Pírata, sem einn af helstu stjórnmálaleiðtogum heims á árinu sem er að líða, ásamt þeim Pútín, Trump og fleira yfirburðafólki.
Framundan eru dimmir dagar. og dauðans alvaran köld.. Frjálshyggja ei fátækt lagar. fari Íhaldið með völd.. Þá hægrimenn og helvíti. hefja búskap saman.. Verkafólk guð varðveiti,. hér verður lítið gaman.. Pétur Hraunfjörð. .
Í þjóðfélaginu er mikil krafa um breytt stjórnarfar. Vilji er fyrir stjórn flokka með ólíkar áherslur, þar sem hagsmunir togast á, fyrir stjórn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar.
Ekki finnst mér sérlega bjart yfir þeirri framtíðarsýn að Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn myndi hér ríkisstjórn til næstu fjögurra ára í boði hins stórfurðulega stjórnmálaflokks Bjartrar framtíðar.