Fara í efni

Frá lesendum

SIÐBÚIN HEIFT

Var að lesa þessa frétt á Hringbraut: http://www.hringbraut.is/frettir/ruv-skridur-fyrir-evu-joly-enn-a-ny Er þetta eki svoldið síðbúin heift? Er það vegna þess að grunur leikur á að Eva Joly kunni að styðja Pírata? Sjálfum finnst mér ekkert órökrétt við að hún geri það – úr því sem komið er.

FREKAR ÞRJÁR MÍNÚNTUR EN ÞRJÁ TÍMA EF INNIHALDIÐ ER Í LAGI!

Ég tek undir með Sigríði Einarsdóttur hér á síðunni að mér finnst skipta meira máli hvað menn segja á Alþingi og hvaða afstöðu þeir taka en hversu lengi þeir eru tilbúnir að standa í pontu.

GLEYMDIR BJARTRI FRAMTÍÐ

Í skrifum þínum um Viðreisnarkrata, sem þú sérð allt til foráttu og telur ekki vera heilsusamlegan pólitískan kokteil, eins og þú orðar það, þá þykir mér þú gleyma Bjartri Framtíð eða hvernig myndir þú skilgreina þann flokk?. Sunna Sara . . . Sæl Sunna Sara . Ég myndi skilgreina BF sem hægri krata.

MÁLÆÐISKEPPNIN Á ÞINGI

Ekki skil ég í þér að láta þessi fráleitu níðskrif um sjálfan þig standa hér á heimasíðunni þinni eins og frá þessum eða þessari sem segist vera kjósandi VG og verði fegin(n) að losna við þig af þingi vegna þess að þú talir ekki út í eitt! . Þetta er einhver fáránlegasti mælikvarði á dugnað sem ég hef heyrt.

SVARAÐU NÚ

Sæll Ögmundur. Það hefur lítið heyrst frá þér um Venezuela eftir að þú skrifaðir pistla undir fyrirsögnum á borð við ,Lýðræðissinnar fagna úrslitum í Venezuela" og ,,Fróðlegur fundur um Venezuela" Hygg að það ætti erindi við dygga lesendur síðunnar ef þú gætir varpað frekara ljósi á ástæður vöruskorts, hækkandi glæpatíðni, óðaverðbólgu og a.m.k.

ÖMURLEGUR ÞINGMAÐUR?

Er ekki hálfömurlegt að vera að fara út af þingi með þá einkunn að þú sért í hópi þeirra sem greiða sjaldnast atkvæði í þinginu og þá umsögn félaga þinna að þú stundir ekki vinnu þína eins og kom fram í þinginu samkvæmt sjónvarpsfréttum sem í gær birtu búta úr ræðum þingmanna VG? Ertu ekki bara ömurlegur þingmaður? Ég verð ánægðari kjósandi VG án þín.

EN FINNA MENN SANNLEIKANN MEÐ RANNSÓKNAR-AÐFERÐUM HRUNVERJA?

Sæll Ögmundur. Mér finnst ekki gott að þú skulir vera að hætta á þingi en ég vil treysta því að þú sem formaður eftirlits- og stjórnskipunarnefndar Alþingis munir ekki láta deigan síga á lokametrunum heldur sinna starfi þínu af kostgæfni og sjá til þess að skipuð verði fagleg og óháð nefnd til að skrifa rannsóknarskýrslu um einkavæðingu bankanna, hina síðari.

SVÖR FYRIR KOSNINGAR - OG EFTIR!

Er það rétt að fyrir alþingi liggi drög að frumvarpi sem muni skerða bætur öryrkja og ellilífeyrisþega ? Hver er ástæða fyrir þvi að sífellt er verið að kroppa af bótum þessa hóps en hópar eins og þeir sem hljóta listamannalaun eru ósnertanlegir? Hvers á þessi hópur að gjalda ? Hvenær er komið nóg af að koma fram við þetta fólk eins og niðursetninga.

EKKI RÓTT VEGNA LÍFEYRISMÁLA

Þakka þér fyrir að vekja máls á lífeyrismálunum. Í mínum vinnustað, Landspítalanum, heyrist því fleygt að á bak við tjöldin sé verið að semja um skerðingar á lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna.

MÁL AÐ LINNI?

Ég sé ekki betur en að stjórnarandstaðan hafi algerlega látið ríkisstjórnina taka sig í bólinu. Samkomulag um haustkosningar var feigðarflan frá upphafi.