Sæll Ögmundur. Menn hafa ekki viljað ræða verkföllin hjá heilbrigðisstéttunum. Það kemur mér á óvart. Þessi verkföll eru mjög óvægin og ekki skánar þetta með verkfalli hjúkrunarfræðinga.
Auðvitað á að haga kjaraviðræðum þannig að þær fari stöðugt fram allan ársins hring með skipulegum hætti þannig að reynt verði að ná niðurstöðu ÁÐUR en kjarasamningar eru lausir.
Ég sá einhvers staðar að Styrmir Gunnarsson hefur bæst í hóp þeirra sem vilja lögbundin lágmarkslaun. Heldur hann og þau sem tala þessu mali, að meirihluti Alþingis sé tilbúinn að lögleiða 300 þúsund króna lágmarkslaun á mánuði einsog Starfsgreinasambandið berst nú fyrir? Nei, þessar ákvarðanir eiga að vera í höndum fólksins sjálfs og háð baráttu þess en ekki ekki reglustrikumál stjórnsýslu og stjórnmála.
Sæll á ný Ögmundur. Systursonur móður minnar er um þessar mundir fastur á sjúkrahúsinu á Norðfirði og er búinn að fá áfall skilst mér, en hann er með meðfæddan hjartagalla.
Sæll Ögmundur. Hefur eitthvað verið skrifað um verkfall heilbrigðisstéttanna á þinni heimasíðu? . Með bestu kveðju,. Stefán Einarsson. . Sæll Stefán.. Margoft hefur verið skrifað um kjaramál heilbrigðisstarfsfólks á þessari heimasíðu, bæði af minni hálfu og annarra.
Sæll Ögmundur.. Ég vildi vita hvort þessar verkfallsaðgerðir séu ábyrgar í þínum huga? Fari svo að verkfallshrina hefjist, er réttlætanlegt að taka mikilvægar stofnanir eins og heilbrigðisstofnanir og ferðaþjónustu í gíslingu með þessum hætti? Er ekki þörf á einhverri samfélagslegri ábyrgð þar sem menn hugsa aðeins lengra en eigið skinn? Ég hugsa að samfélagslegt tap hljóti að hlaupa á milljörðum sem kemur til af verkföllum.
Verkalýðsdagurinn verðskuldar heiður. vegsemdarstígurinn er fáum greiður. heimsbyggðin fagnar. en lítið það gagnar. á heimsvaldasinna og auðvaldsins bleyður.