Fara í efni

Frá lesendum

Í ÞJÓÐGARÐINUM

Þar túristar um þessar mundir. Þurfa víst að létta á sér. Og kúka um allar koppagrundir. Í þjóðgarðinum okkar hér.                            . . Pétur Hraunfjörð . . .  

NEI TAKK!

Þarna var hann mættur í fréttatíma Stöðvar 2, hann Jón Gunnarsson, formaður atvinnunefndar Alþingis, að sanna það sem þú hefur haldið fram Ögmundur, að á við rök að styðjast.

AF HVERJU VORU PÍRATAR, SAMFYLKING OG BF EKKI SPURÐ?

Það er alveg hárrétt sem þú segir hér á heimasíðu þinni að  orkumála-umræðan á Alþingi í vor var ekki um virkjanir heldur bara um formið, hvort ákvarðanirnar væru teknar á réttan hátt! Hvort þær væru í samræmi við Rammaáætlun sem er búin til utan þingsins! . Maður vissi aldrei hvort eða hvar Píratar vildu virkja eða Björt framtíð eða Samfylkingin.

UM GRÍSKAR SKULDIR OG ÍSLENSKT BRUÐL

Sæll Ögmundur. Ég er með tvær spurningar, ein um erlend mál. Mér finnst að gríska málið hafi aldrei verið fyllilega útskýrt í grunninn, svipað og á Íslandi er bankar í einkageiranum sekir um að hafa lánað gáleysislega og eru svo að reyna að krækja í ríkisábyrgð eftir á.

HÁRRÉTT HJÁ HJÖRLEIFI!

Ég er fegin að sjá þessa umræðu um Rammaáætlun hér á síðunni og í Fréttablaðinu nýlega þar sem vísað er í skrif Hjörleifs Guttormssonar um forsendur sem þurfa að vera til staðar til að Rammaáætlun yfirleitt gangi upp.

FÆSTIR ÁNÆGÐIR MEÐ NIÐURSTÖÐUR UM FLUGVÖLL

Sæll Ögmundur. Ég hef ekki séð neitt nýtt um heilbrigðisstéttirnar í bili.Vinna Rögnunefndar tengist heilbrigðismálum.

RAMMAÁÆTLUN ER ENGIN HEILÖG RITNING

Það er hárrétt ábending hjá þér í Fréttablaðsgrein þinni að Rammaáætlun er engin heilög ritning. Spurningin er hve mikið á að framleiða af orku og til hvers.

VILL FLUGVÖLLINN ÚR VATNSMÝRINNI

Það eru tvær mikilvægar ástæður til að leggja flugvöllinn í Vatnsmýri niður: . 1. Hagkvæmnisástæður. Vatnsmýrin er afar verðmætt land til uppbyggingar miðbæjarins og þéttingu byggðar.. 2.

HRIFNÆMUR BORGARSTJÓRI

Ég held að ég hafi aldrei skilið jafnlítið í flugvallarmálinu og nú! Eflaust hrifust einhverjir með Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, þegar hann kom fram í fréttum í hrifningsvímu og mærði stýrihópinn sem skilaði af sér í síðustu viku.

RÁÐHERRANN OG LANDFLÓTTINN

Hugrekkið vantar þar hrópaði Bragi. hæstvirtur Ráðherra er ekki í lagi . vildi þingið hvetja. en lýðinn knésetja. og stuðla að landflótta af versta tagi.. .  Pétur Hraunfjörð . . .