Hrægamma mjaltirnar horfum við á. helst vilja almenning lifandi flá. á kröfunum græða. við munum blæða. eignalaus landinn nú forða sér má . . Pétur Hraunfjörð . . .
Hvernig væri ef þessi vesæla og sjálfumlykjandi ríkisstjórn setti á sig rögg, kæmi einu sinni án stórlætis fram við láglaunafólk og byði því hækkun skattleysismarka um leið og hún lýsti því yfir að ríkisbubbar og "stórútgerðin" yrðu í staðinn látin greiða meira til samfélagsins en þau hafa gert í tíð hennar, hingað til.
Okkur er sagt í fréttum að auglýsingastofa hafi verið fengin til að ráðleggja fyrrverandi innanríkisráherra í lekamálinu og fengið ríflega greitt fyrir.
Mér sýnist flestir vera í þann veginn að sjá í gegnum náttúrupassaruglið. Það snýst bara um eitt, að búa til réttlætingu fyrir því að landeigendur geti rukkað fyrir aðgang að landi "sínu". Milljarðar streyma þegar inn í landið með ferðamönnum og talsvert af þeim fjármunum rrata í ríkissjóð í gegnum skatta. Þessa peninga á að nota til að bæta aðstöðu við ferðmannastaði em eru þó ekki eins illa farnir og keyptir áróðursmeirstarar gjaldheimtumanna vilja vera láta.
Bankarnir hafa algerlega glatað trúverðugleika sínum. Nú er ekki um annað að gera en byrja frá grunni, láta núverandi kerfi lönd og leið, því er ekki viðbjargandi og síðan eigum við, almenningur, að stofna banka sem þjónar okkur og engum öðrum.
Ég er sammála því sem þú sagðir einhvers staðar í fjölmiðlum, að Kaþólska kirkjan á að borga sanngirnisbætur fyrir þau ungmenni sem urðu fyrir ofbeldi í Landakotsskóla og langar mig til að hvetja ríkisstjórnina til að höfða mál á hendur kirkjunni til að ná í þessa peninga.
Ég hef verið að fylgjast með umræðum á Alþingi um bónusa í bönkunum og verð að segja eins og er að ég ætlaði varla að trúa því að ríkisstjórnin vogaði sér að setja fram frumvarp um auknar heimildir til bónusgreiðslna.