
STAÐGENGILSSTRÍÐ RÚSSA OG NATO
08.03.2022
Hverjir eru stríðsaðilar í Úkraínu og um hvað berjast þeir? Joe Biden og Jens Stoltenberg hafa undanfarin misseri talað um að heimsátökin nú um stundir snúist um „gildi“, um lýðræði gegn einræði. Og nú vellur þetta upp úr öðrum hverjum manni. Líklega er það rétt að Rússar hafi loksins lært hin "vestrænu gildi" Bandaríkjanna sem hafa frá stríðslokum framkvæmt 55 vopnaðar innrásir í önnur lönd og náð að steypa stjórnvöldum í 36 af þeim skiptum. Eftir að Kalda stríðinu lauk hefur sú íhlutunarstefna stórversnað. Og það hefur verið óháð því hvaða flokkur fór með völdin í Washington, og lítt háð stjórnmálaviðhorfi forsetans ...