Fara í efni

Frjálsir pennar

ÓPERASJÓN BARBAROSSA – ENN OG AFTUR

Áttatíu ár eru í dag liðin frá innrás Þýskalands í Sovétríkin, Óperasjón Barbarossa, mannskæðasta glæp veraldarsögunnar. Haldið er upp á afmælið með mikilli samræmdri heræfingu í Austur-Evrópu undir bandarískri stjórn, gegn Rússlandi. Æfingin sem nefnist   DefenderEurope 2021   stendur nú yfir en er dreift á nokkrar vikur í 12 Austur-Evrópulöndum, á landi og sjó. Þátt taka 37 þúsund hermenn frá 27 löndum, þar á meðal frá hinum 14 nýju aðildarríkjum NATO í Austur-Evrópu. Öll fer æfingin fram í Austur-Evrópu, frá Eystrasalti til Svartahafs og Balkanskaga ...

“VANDASAMT ER VEGABRASK”

...  Árás á sameignarviðhorf um almannavegi birtist í Vaðlaleiknum. Það högg reyndist klámhögg og verður því ekki sértjaldað vegabraski til framdráttar. Sú er ástæðan fyrir þöggun og yfirklóri, enda eru önnur plön um vegabrask í bígerð. Að auki er orðstýr skapara absúrd Vaðlaleiks þeim mikilsverðastur af öllu. Því er reynt að fela öll óhreinindin, allt kusk á hvítflibbum dustað af þeim sem með spunavald fara gagnvart almenningi. Eftir stendur þó ...
HVER Á VINDINN? - BRASK MEÐ ALMANNAGÆÐI

HVER Á VINDINN? - BRASK MEÐ ALMANNAGÆÐI

Umræða um vindorkuver á Íslandi hefur varla farið framhjá nokkrum einasta manni undanfarna mánuði og ár. Fjölmiðlar hafa greint frá mjög glannalegum áformum um stóra vindorkugarða, oft í eigu erlendra aðila. Þetta er enn einn anginn af botnlausri græðgisvæðingu samfélagsins. Ætlunin er að fórna landsvæði, útsýni og fuglalífi á altari fáeinna braskara og jafnvel fjárglæframanna.  Fjölmiðlar margir eru gagnrýnislausir, segja einungis frá áformunum en tengja þau ekkert við stærra samhengi.  Eftir því sem áherslan eykst á „græna orkugjafa“ sjá braskararnir sér einfaldlega leik á borði að ...

FRÁSÖGN KJARTANS ÓLAFSSONAR AF ÍSLENSKUM KOMMÚNISTU

... Pólitískur klofningur verkalýðsaflanna á Íslandi birtist í stofnun KFÍ og brösóttri sambúð hans við Alþýðuflokkinn. Af hverju var sú sambúð svo erfið? Hverjir klufu mest? ASÍ var samvaxið Alþýðuflokknum frá stofnun, 1916. Allt frá 3. áratugnum predikuðu kommúnistar aðskilnað verkalýðsfélaga frá flokknum og stofnun óháðs verkalýðssambands, en kratar hindruðu það. Flokksfélögum kommúnista var meinuð aðild að Alþýðusambandinu, og ekki bara það – krataforingjarnir ákváðu að aðeins Alþýðuflokksmenn skyldu kjörgengir til trúnaðarstarfa innan sambandsins. Þeir klufu verkalýðsfélög hiklaust ef kommúnistar höfðu þar forustu, stofnuðu ný félög og véku hinum úr ASÍ. Þetta var alvarlegasta klofningsstarfið í hreyfingunni. Kjartan Ólafsson kemur inn á þessa klofningsaðferð kratanna, lýsir henni málefnalega (t.d. bls. 87) en hefur samt ekki um hana mörg orð ...

FUGLAR OG FÓLK.

Rjúpa ein hvílir í klóm frænda síns, fálka. Haldin Stokkhólmseinkenni, unir rjúpa sér vel eftir atvikum og bæði segja samband sitt samþykkt í nafni samstöðu. Yfir sveimar vígalegur konungur fugla, fálka og rjúpu, örn, sem kallast Sammi á stundum og veit vel af yfirvaldi sínu yfir þeim frændsyskinum í samstöðubandinu. Með sunnavindi bárust nýlega öllu fuglageri Íslands vondu tíðindin af harmi kúgaðs fólks í Palestínu, fjöldadrápi á fólki í fangabúðum, fjölþættum ofsóknum um langan tíma á svæði þar sem hatrið ríkir. Hugaður ...

STOFNUN UM SAMVINNU LANDSREGLARA (ACER) - Framsal íslensks ríkisvalds  - Framhaldsumræða

  Í síðustu grein var rætt um tilurð og stofnun  ACER   og reglugerðirnar sem þessi stofnun   landsreglara   byggist á. Eftir því sem sumir stuðningsmenn orkupakkanna, sérstaklega á þingi, tjá sig oftar og meira, þeim mun augljósari verður djúpstæður þekkingarskortur þeirra á heildarsamhengi málsins. Málflutningur þeirra minnir helst á tal krakka sem eru að byrja að átta sig á heiminum og reyna að skilja muninn á hlutbundnum og óhlutbundnum veruleika...

LIÐSKÖNNUN ANTONY BLINKENS Á NORÐURSLÓÐUM

Liðskönnun Antony Blinkens á Norðurslóðum gekk vel. Allir flokkar á Alþingi Íslendinga stóðu prúðan heiðursvörð þegar hann gekk könnunarganginn. Hann var ekki spurður um nýja norðurslóðastefnu Bandaríkjahers. Sergei Lavrov var hins vegar sagður efna til átaka á Norðurslóðum, vegna einhvers sem hann sagði aldrei.  Eftir fund þeirra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í Hörpu sagði Antony Blinken:   “Sem bandamenn á Norðuslóðum vilja Íslendingar og Bandaríkjamenn tryggja að heimshlutinn verði ...

STOFNUN UM SAMVINNU LANDSREGLARA (ACER)

Undanfarin misseri hefur mátt greina eðlilegar og fyllilega réttmætar áhyggjur sumra vegna framsals á íslensku ríkisvaldi sem felst í innleiðingu orkupakka þrjú í íslenskan rétt. Margir gera sér æ betur ljóst að ekki er bæði hægt, á sama tíma, að eiga kökuna og éta hana. Innan um í umræðunni má einnig greina raddir fólks sem er víðsfjarri raunveruleikanum. Það á bæði við um fólk á Alþingi og utan þess. Björn Leví Gunnarsson er í hópi þeirra þingmanna sem botna ekkert í málinu. Sennilega er þar bæði um að kenna skilningsskorti og þekkingarskorti [eða skilningsskorti sem leiðir af þekkingarskorti]. Á heimasíðu Orkunnar okkar er t.a.m. rætt um þróun mála í Noregi ...  

"ARABAVANDAMÁLIÐ"

Íslensk stjórnvöld voru einhuga um fyrir stríð, að “vernda þjóðina”gegn “ Gyðingavandamálinu”, leituðu fáa Gyðinga uppi sem hér höfðu guðað á glugga, sendu úr landi án umsvifa. Söm var afstaða danskra stjórnvalda sem ekki vildu styggja þýska valdið, Gyðingar á flótta reknir umvörpum aftur til Þýskalands. Eftir þýskt her- nám Danmerkur tókst hetjum þó að smygla flóttamönnum þaðan til Svíþjóðar, lögðu líf sitt að veði !  Hræsnin varð ógeðfelld eftir stríð, þá “ bandamenn” þóttust enga hug-mynd hafa um helför nasísta, dráp á milljónum gyðinga ! Urðu mjög “ hissa”, þegar glæpnum varð ekki lengur leynt, við og eftir stríðslok. Nú blasir við önnur harmsagan. Fyrrum ofsóttir Gyðingar, ríki þeirra, Israel, nýtir nú þar  ...

UPPRISUR VAÐALAÁÆTLANA

Vaðlaáætlun 2009 var sögð 5.5 ma. Var þrepafærð upp í 8.7 ma gagnvart Alþingi 2011/2012 um kostnað / lánsþörf VHG hf. Strax 2013 kom þó 11.5 áætluð útgáfa, þá 2.8 ma viðbót. 14,3 ma áætlun kom á borð Alþingis 2017, samþykkt 5.6 ma aukning frá 2012 um lánveitingar ríkis til VHG hf eða 64% viðbót í krónum talið. Í upphafi árs 2018 sló VHG hf enn fram hækkaðri áætlun,