Fara í efni

Frjálsir pennar

FJÓRÐA IÐNBYLTINGIN Á LEIÐINNI. ERU BORGARALAUN SVARIÐ?

Fjórða iðnbyltingin hefur hafið innreið sína og Covid herðir á því ferli. Tæknin er tilbúin að leysa mannshöndina af hólmi í stórum stíl. Borgaralaun eru oft nefnd sem svar við þessu. Hér er því haldið fram að Fjórða iðnbylting kapítalismans horfi ekki til framfara fyrir almenning og borgaralaun séu alls ekki svarið við vandanum ...

KAUPHALLARRAFMAGN OG EINKAVÆÐING LANDSVIRKJUNAR

Nú sem fyrr treysta íslenskir stjórnmálamenn á „minnisleysi“ kjósenda. Fjölmiðlar sem styðja stjórnmálin auðvelda það með því að fjalla ekki um mikilvæg mál og beina sjónum kjósenda í aðrar áttir. Á meðan eru margskonar „myrkraverk“ unnin af hálfu stjórnmála- og embættismanna. Það er kallað „gagnsæi“. En fyrirbærið nær ekki til kjósenda. „Gagnsæið“ merkir í raun upplýsingaskipti innan valdaklíkunnar og til vina hennar ...

STRÍÐSLOK OG ENDURREISN Í SÝRLANDI - EÐA EKKI?

Sýrlandsstríðið varð að nýju dálítið fréttaefni í íslenskum fjölmiðlum um daginn þegar Bandaríski herinn kastaði sprengjum á landamærasvæðið milli Sýrlands og Írak 25. febrúar að skipun Joe Bidens. Heima fyrir fékk forsetinn reyndar dálitla gagnrýni fyrir að hefja loftárásir án þess að bera undir þingið. Einn forsetaframbjóðandi Demókrata gekk þó mun lengra í gagnrýni og fordæmdi þá stefnu sem málefni Sýrlands ætla að taka hjá nýjum húsbændum  í Hvíta húsinu. Þetta er Tulsi Gabbard sem nú er nýhætt á þingi. Hún lýsir yfir: ...

SÆSTRENGIR OG SAMTENGING ÍSLANDS VIÐ INNRI ORKUMARKAÐ ESB

Þegar líður að kosningum til Alþingis er rétt að rifja upp hvað ákveðnir þingmenn sögðu í umræðum um orkupakka þrjú og mögulega lagningu sæstrengs til Íslands. Þeir sem studdu orkupakkann fullyrtu m.a. að engin tengsl væru á milli pakkans og mögulegrar lagningar sæstrengs. Sama fólk fullyrti og að pakkinn hefði engar breytingar í för með sér og skipti engu máli.  Annað hefur heldur betur komið á daginn og annað á eftir að koma í ljós. Þar er af ýmsu að taka ...

LEIÐA ORKUPAKKAR ESB TIL EINKAVÆÐINGAR?

Í þessum skrifum verður könnuð eftirfarandi staðhæfing þingmanns Pírata, Björns Levís Gunnarssonar og kemur fram á heimasíðu Orkunnar okkar: Það þarf að vera aðskilnaður. Það þarf ekki að einkavæða. Ef það er tekin ákvörðun um að einkavæða þá er það ákvörðun sem er óháð öllum tilskipunum úr orkupakkanum. Ef það væri í alvörunni háð orkupakkanum þá væru engin opinber orkufyrirtæki í Evrópu. Það er enn fullt af þeim hins vegar.  Það sem þarna kemur fram er að auðvitað bæði rangt og algerlega fráleitt en það þarf hins vegar að rökstyðja hvernig og hvers vegna ...

NATO OG WASHINGTON VÍGBÚAST GEGN "GULU HÆTTUNNI"

"...  Greiningin sem Biden gerir, um baráttu milli lýðræðisafla og einræðisafla heimsins, er fölsk þó ekki væri nema í ljósi mikilvægustu bandamanna Bandaríkjanna í Miðausturlöndum. Ekki nóg með það: Bandaríkin ásamt með bandamönnum í NATO sem skreyta sig mikið með lýðræðismerkimiðum er EINI AÐILI SEM HERNAÐARÓGN STAFAR AF á alþjóðavettvangi nú um stundir. Ekki nóg með það: Af langri sögu hefur okkur lærst að því meira sem bandarísk stjórnvöld tala um að tryggja „lýðræði“ (Sýrland eða Úkraína), mannúð og mannréttindi (Írak, Júgóslavía, Líbía) eða kvenréttindi (Afganistan) í öðrum löndum þeim mun meiri dauði og eyðilegging eru í vændum. Bandarískt „lýðræði“ er banvænn útflutningur ..."

OFURVALD SAMFÉLAGSBARÓNANNA

... Ef við stöndum ekki gegn ritskoðun og árásum á borgaraleg réttindi núna, og líka þegar þau beinast gegn einhverjum sem okkur kann að mislíka við hér og nú, munum við kannski aldrei endurheimta tjáningarfrelsið. Völd einkarekinna alræðisríkja á borð við Amazon, Google og Facebook verða óhugnanleg og algjör ...

ENN UM BRASK- OG MAFÍUVÆÐINGU - UNDIRLÆGJA GAGNVART PENINGAVALDI -

Undirlægja og virðing fyrir peningavaldi eru útbreidd vandamál á Íslandi. Um er að ræða anga af sama meiði og hvort tveggja byggt á „misskilningi“ ef svo má segja. Til þess að skilja undirlægjuna þarf fyrst að greina hina misskildu virðingu fyrir peningum. Flestir tengja peninga við „efnisleg gæði“; skort eða jafnvel ofgnótt. Mikilvægt er að gera sér ljóst að öflun efnislegra gæða er bundin við þá plánetu okkar sólkerfis sem nefnist jörð. Öflunin er enn fremur bundin við jarðlífið sem slíkt. Ekki hefur verð sýnt fram á gagnsemi

LYKILLINN AÐ LAUSNUNUM ER AÐ KJÓSA RÉTT

Það er gott að hugsa í lausnum, sérstaklega ef lausnirnar gagnast þjóðinni sem heild. Allmörg dæmi má þó finna um að „lausnir“ á Alþingi séu sniðnar sérstaklega að hagsmunum braskara og fjárglæframanna. Þetta gerist vegna þess að fólk sem fengið hefur umboð kjósenda („látið kjósa sig“) misfer með umboð sitt og missir öll tengsl við umbjóðendur sína. Segist að vísu í viðtölum oft vera í „góðu sambandi“ við kjósendur sína. En eitt er að þiggja kaffibolla í kjördæmi sínu og annað að gæta hagsmuna almennings á þingi ...

ORKUSTEFNA EVRÓPUSAMBANDSINS

...  Hugmyndin um „fullkominn samkeppnismarkað“ felur þannig í sér marga seljendur og kaupendur, samleitni „vöru“ sem um ræðir, góðar  upplýsingar   fyrir seljendur og kaupendur og   hindrunarlausan aðgang   eða   útgöngu   á markaði. Með öðrum orðum, menn geta hafið samkeppni á markaðnum eða hætt þegar þeim sjálfum hentar ...