
GRUNDVALLARGILDUM FÓRNAÐ
21.04.2021
... Það er mjög greinilegt að smám saman tóku forystumenn meintra vinstriflokka, VG og Samfylkingarinnar síðari, þetta til sín og settu sér það markmið að afsanna slíkar fullyrðingar. Þeir skyldu sýna fram á að vinstriflokkar gætu vel náð þessum stöðugleika sem kjósendur virtust þrá svo mjög. Aðferðarfræðin sem beitt var til að ná þessu markmiði var þess eðlis að engu líkara var en að þessir flokkar væru að ganga beint í gildru sem á endanum gerði þessa flokka óþekkjanlega og ómögulegt að greina þá frá hægriflokkum fyrri tíma. Þeir sjálfir gátu svo fært sig tvö skref í átt að hreinu auðræði. Sú aðferðarfræði fólst í því að einangra „róttæka“ hluta hvers flokks ...