Fara í efni

Frjálsir pennar

FÁEIN ORÐ UM FYRIRVARA

Eins og mörgum er kunnugt, hafa þeir sem hyggjast nú styðja „þriðja orkupakkann“ látið sannfærast af þeim rökum að íslenskir lagalegir fyrirvarar við innleiðinguna muni halda vel. Ég tel vera um misskilning að ræða, tel þvert á móti að þeir komi til með að verða algerlega haldlausir – þegar á reynir. Í Evrópurétti er vel þekkt regla sem kallast á frönsku „ Le principe de primauté du   droit   de l'Union européenne “ eða „reglan um forgang Evrópuréttar“. Hún merkir að komi til árekstra á milli réttar (laga) aðildarríkja (ESB) og Evrópuréttar er hafið yfir vafa að Evrópurétturinn er ævinlega ríkjandi. Réttur einstakra aðildarríkja víkur  ...

LÖG UM STEFNUMÓT, VIÐREYNSLU OG KYNNI

... Megintilgangur þessa frumvarps, og hér liggur fyrir, er að stofnanabinda allt sem lýtur að stefnumótum, viðreynslu og kynnum. Málaflokkurinn færist undir valdsvið sérstakrar ríkisstofnunar, Káfstofnunar ríkisins. Með lögunum er í fyrsta skipti á Íslandi skilgreint hvernig stefnumótum skuli háttað, hvaða skilyrði þarf að uppfylla til stefnumóta og mögulegra kynna í framhaldi af þeim. Öllum sem hyggja á stefnumót/kynni verður gert skylt að framvísa sérstöku eyðublaði („rauða eyðublaðinu“) við þann aðila sem þeir fella hug til ...

Unnar Bjarnason: HÁTÆKNI NJÓSNAKERFIÐ “LifeLog”

DARPA, þróunarstofnun hátæknibúnaðar til varnarmála (e. Defense Advanced Research Projects Agency), var sett á laggirnar árið 1958 í kalda stríðinu eftir að Sovétmenn höfðu skotið Sputnik á braut um jörðu. Stofnuninni var ætlað að þróa hátækni vopn í hernaði gegn þeirri ógn sem stafaði af Sóvétríkjunum. Ekki er ljóst hvenær DARPA hóf þróun á kerfi sem hét LifeLog en það var í janúar 2004 sem DARPA hætti þróun á verkefninu, en það hafði verið unnið í samvinnu við varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna ...
UM AÐFÖRINA AÐ VENESUELA

UM AÐFÖRINA AÐ VENESUELA

... Since 2015 Venezuela has endured gruesome economic hardships. Inflation rates have spiraled out of control, and the public is facing a recession that is tearing the country apart. Now, Venezuelans not only face economic turmoil, but also direct military aggression. A sane response of anyone who wishes to help Venezuelans through these troubles is to try to un derstand why this is happening.Unfortunately, not all opinion pieces and news articles are honest ...  

ALMANNATENGSL OG STRÍÐIÐ GEGN LÍBÍU

Þann 17. febrúar 2011 gerðu skæruliðar í Líbíu árásir á vopnabúr ríkisins víða um landið og hófu um leið stríð sitt gegn ríkisstjórninni. Eftir að hafa barist í eina viku lýstu uppreisnarmennirnir yfir stofnun skuggaríkisstjórnar, sem bar nafnið „Bráðabirgðaþjóðarráðið“ (BBÞ) (enska: „Transitional National Council“), og hafði hún aðsetur í Benghaziborg, Al Bayda og Derna.  Er lögregla og her Líbíu hóf að svara fyrir sig ...
UM HVAÐ SNÝST ÞRIÐJI ORKUPAKKINN?

UM HVAÐ SNÝST ÞRIÐJI ORKUPAKKINN?

Nokkuð hefur undanfarið verið rætt um svokallaðan þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Almennt hafa fjölmiðlar ekki staðið sig sérstaklega vel í því að upplýsa fólk um þýðingu og inntak þessa pakka sem um ræðir. Eins og margir vita, er   markaðsvæðing   einn af lykilþáttum evrópska efnahagssvæðisins. Það merkir í stuttu máli samkeppnismarkað á fjölmörgum sviðum, þar með töldu rafmagni. I nnri orkumarkaður ESB byggist á verslun með   gas   og   rafmagn . Þau viðskipti eru háð ýmsum tilskipunum og reglugerðum sem saman mynda „pakka“ sem aðildarríkjum á evrópska efnahagssvæðinu er síðan  ...

EVRA EÐA KRÓNA?

Síðustu vikur og mánuði, eftir að gengi krónunnar fór að lækka, hækka aftur raddirnar sem vilja binda íslensku krónuna við evru (einstaka vill dollar), greiða laun í evrum eða taka upp evru, „stöðugan gjaldmiðil“. Sem sagt fastgengisstefna – ellegar þá að leita alveg í „skjól stórveldis eða ríkjasambands“ (orðalag Baldurs Þórhallssonar) sem sé ESB-aðild. Hæstu þvílíkar raddir koma frá Samfylkingunni og Viðreisn sem við var að búast. Samfylkingin gefur út myndband og hvetur til ESB-aðildar, og höfuðrökin í málinu eru ...

MANNAUÐS-STJÓRNUN EÐA „ÞRÆLAHALD".

Það er sorglegt að átta sig á því að alþjóðlegir auðhringar, eigendur allrar stóriðju á Íslandi, sem hugsa fyrst og fremst um hagnað og gróðavon, fari miklu betur með sinn mannauð en opinberar stofnanir sem reknar eru að meirihluta til af almannafé.

HÆGRI-POPÚLISMINN - HELSTA ÓGN VIÐ LÝÐRÆÐIÐ?

RÚV, popúlisminn og hnattvæðingin; Hvaðan kemur hægri-pópulisminn, hvert er samband hans við hnattvæðinguna og ríkjandi stjórnmálastefnur á vesturlöndum, hvað vantar í greiningu/umfjöllun fjölmiðla og meginstraums-stjórnmálaflokka á honum? . Ef hlustað er á RÚV fæst sú mynd að mesta vandamál í stjórnmálum Vesturlanda og jafnvel heimsins alls sé hægripopúlismi/ þjóðernispopúlismi.. . Sem er ekki rétt, en stafar af því að RÚV er málgagn markaðsfrjálslyndrar, hnattvæddrar, kapítalískrar heimsvaldastefnu (vestrænnar).

ÞJÓÐAREIGN OG KVÓTAKERFI Í LJÓSI SAMKEPPNIS-RÉTTAR

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum, undanfarið, hefur verið ákveðið að fresta lækkun veiðigjalda fram til næstu áramóta.