
ALMANNATENGSL OG STRÍÐIÐ GEGN LÍBÍU
30.01.2019
Þann 17. febrúar 2011 gerðu skæruliðar í Líbíu árásir á vopnabúr ríkisins víða um landið og hófu um leið stríð sitt gegn ríkisstjórninni. Eftir að hafa barist í eina viku lýstu uppreisnarmennirnir yfir stofnun skuggaríkisstjórnar, sem bar nafnið „Bráðabirgðaþjóðarráðið“ (BBÞ) (enska: „Transitional National Council“), og hafði hún aðsetur í Benghaziborg, Al Bayda og Derna. Er lögregla og her Líbíu hóf að svara fyrir sig ...