Nú er landstólpi fallinn í dauðadá og dóminn hinsta fær enginn flúið. Hann er nú sem lítill steinn eða strá, stríðið er tapað og senn er það búið. Sæll og ætíð blessaður Ögmundur. Ég orti þessa vísu eftir ræðuna þína á eldhúsdeginum.
Jón Bisnes lætur gamminn geisa á síðunni þinni og þykist vera höfundur að vísukorni sem ég setti saman fyrir fáeinum árum og fékk birt í Hreppamanninum.
Gróðinn er bæði í ökkla og eyra og enginn fær þar reist við rönd. Ég fékk eitt teppi en forstjórinn meira, fast að sextíu millum í aðra hönd.Með kveðju, Jón frá Bisnesi, einn af mörgum “hamingjusömum” viðskiptavinum Kaupþings. E.s.