Ekki verður á fyrrverandi framsóknarmenn og núverandi flokksbræður þína logið Ögmundur. Nú hafa þeir kumpánar Jón Bisnes og Ormur á Kögunarhóli tekið gamlan húsgang úr hreppunum og snúið honum upp í níð um flokk Jónasar frá Hriflu eða Gunnar á hólmanum.
Sæll. Er fræðilegur möguleiki að BNA hefðu beitt einhverjum efnahagslegum þvingunum á Íslendinga ef ríkisstjórn landsins hefði ekki lagt blessun sína á yfirvofandi árás Rambush á Írak?Grétar Sæll Grétar.
Fyrir sjálfstæða fullvalda þjóð er það umhugsunarefni að í embættismannaliði utanríkisþjónustunnar virðist ekki vera þekking, menntun, eða upplýsing til að leiðbeina þegar utanríkispólitísk þekking og reynsla er af skornum skammti hjá hinu pólitíska valdi.
Eiga athafnaskáldin eitthvað erindi í pípur, verður einkavætt blávatnið svalara en nú? Mun vatnið kalda sem úr krönunum drýpur verða kraftmeiri næring en mjólk úr kú? Sæll og blessaður Ögmundur Þessu vísukorni hnoðaði ég saman eftir að ég las innlegg Þorleifs Óskarssonar um vatnsveitumálin.
Sæll Ögmundur. Ég ásamt mínum skipsfélögum hef verið að velta fyrir mér sjávarútvegsstefnu hinna ýmsu stjórnmálaflokka,og það virðist vera að það séu bara frjálslyndir sem hafa "almennilega" stefnu í því máli að mér sýnist.