Sæll Ögmundur.Gilda virkilega engar reglur um það á blöðunum hvernig farið er með innsendar greinar? Ég ætlaði varla að trúa því að Fréttablaðið skuli hafa, án samþykkis þíns breytt grein, sem þú sendir inn til birtingar í blaðinu.
Maðurinn sem lögreglan á Álftanesi lýsti eftir í morgun er kominn í leitirnar. Í ljós kom að hann hafði aldrei yfirgefið heimili sitt heldur var það náinn félagi hans sem reið frá Besssastöðum um miðnæturbil í gærkvöldi.
Lögreglan á Álftanesi lýsir eftir 61 árs gömlum karlmanni, Ólafi Ragnar Grímssyni. Ólafur fór ríðandi frá heimili sínu um miðnæturbil á rauðblesóttum hesti áleiðis til Keflavíkurflugvallar þaðan sem hann ætlaði að fljúga til Kaupmannahafnar á áttunda tímanum í morgun.
Hrikalegar eru myndirnar og frásagnirnar sem birtast af pyntingum hernámsliðsins á föngum í Írak. Þetta eru mennirnir sem Bush segir hafa verið senda til að frelsa Íraka.
Sæll Ögmundur,Ég las grein þína í Morgunblaðinu um daginn, þar sem þú gagnrýndir Verslunarráð og hægrimenn fyrir mótsagnakenndan málflutning varðandi einkavæðingu og einkaframkvæmd.