01.12.2007
Ögmundur Jónasson
Kæri Ögmundur... Ég verð að taka undir orð Guðmundar frá Hofi, en sleppa orðinu “ef” í pistli hans, vegna þess að þið áttuð fyrir löngu að hafa farið skipulagt út á vinnustaðina og út á torg og götur þjóðarinnar! Það er ekkert ef þegar lýðræðið er í húfi, ekkert hik, ekkert ef þar sem þess er beðið átekta hvort lýðræðið verði borið ofurliði! Það er ekkert ef um það hvort einkavinavæðingarliðið hafi rænt eignum íslensku þjóðarinnar í vasa sína og sinna! Það er ekkert ef um það hvort ólögleg og glæpsamleg bylting auðvaldsins hafi tekist og sé nú á endaspretti sínum! Það er ekkert ef um það hvort kjósendur kusu ykkur til að verma fínu stólana á Alþingi á ofurlaunum án tjáningarfrelsis og til einskis nýta í baráttu fyrir einhverju allt öðru en grundvallarhagsmunum íslensku þjóðarinnar! Ef ofurvald óþjóðar- og sjálftökuaflanna á Alþingi ætlar að kæfa lýðræðið og þingræðið, og múlbinda þjóðholla menn eins og þig á háttvirtu Alþingi, þá er ekkert annað til boða en alþingi götunnar.