Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Desember 2007

JÓHANNA OG FJÖLSKYLDUHJÁLPIN

Það var vel til fundið hjá kynningarfulltrúa Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra, að láta hana mæta hjá Fjölskylduhjálpinni í vikunni til að geta sýnt hana í faðmlögum við fátækt fólk á forsíðum dagblaðanna.

HVERNIG AUKA MÁ VIRÐINGU ALÞINGIS

Þetta er fremur tillaga en spurning. Til að auka virðingu og virkni Alþingis legg ég til að það verði sett regla um að ekki sé fundarfært ef minna en 2/3 alþingismanna sitji fundinn.

GÓÐ GREIN HJÁ EINARI

Sæll Ögmundur.Góð grein hjá Einari Ólafssyni undir “Frjálsum pennum” með fyrirsögninni “RÚSSAR TROÐA ILLSAKIR VIÐ GRANNA SÍNA”!  Málið er auðvitað ekki áróður og ofbeldishneigð Bandaríkjanna og þýja þeirra.

HRÓPANDI RANGLÆTI GAGNVART LÍFEYRISÞEGUM

Ég get ekki annað en tekið undir með Helga Hjálmarssyni, formanni Landssambands eldri borgara: “OF LÍTIÐ OF SEINT.

FULLVELDIÐ OG UTANRÍKISMÁLIN

Þú spyrð hvort við hefðum sætt okkur við að Danir færu með okkar utanríkismál. Það vantar illilega aftanvið setninguna.

ÓMETANLEG REYNSLA

Sæll félagi.Til að tryggja að Rússar færu að settum reglum í nýafstöðnum kosningum, sáum við Íslendingar okkur ekki annað fært en senda þeim reynsluboltann Valgerði Sverrisdóttur, framsóknarmann.

HVER SKYLDU VERA VINNUKONULAUNIN HJÁ MARGRÉTI PÁLU?

Ég horfði á Margréti Pálu í Silfri Egils draga upp sína einföldu heimsmynd eina ferðina enn. Hún söng markaðshyggjunni sinn vanabundna lofsöng.

EMBÆTTI RÍKISLÖGREGLUSTJÓRA Á AÐ VERA SMÁTT Í SNIÐUM

Ég tel rétt að vekja máls á því hve óeðlileg og andlýðræðisleg starfsemi á sér stað innan lögreglu. Ríkislögreglustjóraembættið sem á að vera traust eftirlits- og samræmingartæki fyrir lögreglu og á því að hafa fáa útvalda sérfræðinga í vinnu og vera smátt í sniðum í samræmi þjóðarstærð, tekur til sín svo stóran hluta fjárveitinga til löggæslu landsins að stjórnmálamenn þessa lands verða að fara að beita sér fyrir smækkun þessa langt yfir 100 manna fyrirtækis sem í raun er krabbamein á alla löggæslustarfssemi.

ÚT Á VINNUSTAÐINA!

Kæri Ögmundur... Ég verð að taka undir orð Guðmundar frá Hofi, en sleppa orðinu “ef” í pistli hans, vegna þess að þið áttuð fyrir löngu að hafa farið skipulagt út á vinnustaðina og út á torg og götur þjóðarinnar! Það er ekkert ef þegar lýðræðið er í húfi, ekkert hik, ekkert ef þar sem þess er beðið átekta hvort lýðræðið verði borið ofurliði! Það er ekkert ef um það hvort einkavinavæðingarliðið hafi rænt eignum íslensku þjóðarinnar í vasa sína og sinna! Það er ekkert ef um það hvort ólögleg og glæpsamleg bylting auðvaldsins hafi tekist og sé nú á endaspretti sínum! Það er ekkert ef um það hvort kjósendur kusu ykkur til að verma fínu stólana á Alþingi á ofurlaunum án tjáningarfrelsis og til einskis nýta í baráttu fyrir einhverju allt öðru en grundvallarhagsmunum íslensku þjóðarinnar! Ef ofurvald óþjóðar- og sjálftökuaflanna á Alþingi ætlar að kæfa lýðræðið og þingræðið, og múlbinda þjóðholla menn eins og þig á háttvirtu Alþingi,  þá er ekkert annað til boða en alþingi götunnar.

FÁTÆKAR ÞJÓÐIR EIGA EKKI AÐ GREIÐA NIÐUR RAFMAGN Í REYKJAVÍK

Sæll Ögmundur. Við Vinstri grænir erum á móti því að einkavæða orkulindir Íslands og teljum að þær eigi að vera sameign þjóðarinnar.