Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Mars 2007

GAMANSAMUR JÓNAS

Sæll félagi Ögmundur. Ég er með tillögu sem ég vil bera undir þig. Hvernig væri að Ísland fetaði í fótspor stórmenna á borð við mannvininn Hugo Chavez í Venesúela og þjóðnýtti allar matvöruverslanir? Það er hreint ógeðslegt að þurfa að borga auðvaldi landsins blóðpeninga fyrir rándýran mat.

MÍN FRÚ Á EINN VIN

Hræðilegur vandi blasir við vinaflokki þínum, Ögmundur, og þú hefur ekki tekið til varnar sem skyldi. Það eru allir vondir við Ingibjörgu Sólrúnu.

VILL AÐ SAMFYLKINGIN SVARI

Það er augljóst að Samfylkingin skipuleggur þessa dagana níðskrif um VG vegna Varmármálsins.Það er satt að segja sumt þannig að það verður ekki beint kallað vináttuvottur.

KROSSAPRÓF

Hvaða flokkur hefur lýst því yfir að hann sé femínískur flokkur og hefur þar af leiðandi nær alltaf meira fylgi með konum en körlum- er það Framsóknarflokkurinn?- er það Samfylkingin?- er það Vinstri hreyfingin grænt framboð? Hvaða flokkur var frá upphafi heill á móti Kárahnjúkavirkjun?-  er það Framsóknarflokkurinn?- er það Vinstri hreyfingin grænt framboð?- er það Samfylkiningin? Hvaða flokkur  var andvigur Íraksstríðinu heill og  óskiptur frá upphafi?- Sjálfstæðisflokkurinn?- Framsóknarflokkurinn?- Vinstri hreyfingin græn framboð? Hvaða flokkur er klofinn í afstöðu sinni til stækkunar álvers í Hafnarfirði?- Samfylkingin?- Sjálfstæðisflokkurinn?- Vinstri hreyfingin grænt framboð? Hvaða flokkur vill að áfengi megi selja í matvöruverslunum?- Sjálfstæðisflokkurinn?- Vinstri hreyfingin græn framboð?- Samfylkingin? Þeir sem  verða með rétt svör við öllum fimm spurningunum fá sæmdarheitið stjórnmálafræðingar aldarinnar.Hafliði H.

INGIBJÖRG ER EKKI ALEIN Í HEIMINUM

Það er óhjákvæmilegt að segja það eins og það er: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var ekki ein í borgarstjórn á vegum R-listans eins og ætla má af örvæntingarskrifum Samfylkingarmanna þessa dagana.

VALD TIL AÐ SEGJA SANNLEIKANN

Við, friðsamir Íslendingar, getum ekki stöðvað áætlanir Bandaríkjanna um að ráðast á Íran og leggja landið í rúst.

HAGSMUNIR HEILDARINNAR OFAR ÖLLU ÖÐRU – BURT MEÐ KLÁMIÐ !

Kæri Ögmundur... Ég tek svo sannarlega undir pistil þinn á vefsíðu þinni með fyrirsögninni “HVER ER MUNURINN Á VÍTISENGLI OG KLÁMFRAMLEIÐANDA?” Þá tek ég sérstaklega undir mótmæli Kolbrúnar Halldórsdóttur 8.

ER FLOKKSPÓLITÍK HLAUPIN Í VARMÁRDEILUNA?

Ég hef aldrei efast um hug þess fólks sem vill passa upp á Varmána í Mosfellsbæ. En eru ekki fleiri aðilar komnir að þessu máli en umhverfissinnar?  Ég tek eftir því hve Samfylkingin er áköf að reyna að nota þetta mál gegn VG – grein á grein ofan, jafnvel Össur Samfylkingarvesír, sem ég hélt að væri samherji þinn í samfylkingaráformum vinstri manna, heggur í þennan knérunn.

TEKJUR ER EKKI SAMA OG HAGNAÐUR

Sæll Ögmundur. Ég fylgdist með samræðum ykkar Landsbankastjórans í Kastljósi í kvöld. Ég tek eftir því að ein helsta málsvörn bankanna í umræðum um okur þeirra á íslenskum almenningi er sú að svo og svo mikill hluti tekna þeirra verði til erlendis í tengslum við útrásina miklu.

ÞINGMAÐURINN Á BAUNINNI

Er ekki hægt að setja takmörk fyrir því, Ögmundur, hversu viðkvæmir menn mega sitja á alþingi? Þeir sem hafa alist upp á Hvalfjarðarströnd vita að þar hefur oft þurft að bölva upp í veðrið til þess að komast fyrir fé í stórhríðum.