Ekki var ég sáttur við þig Ögmundur að segja af þér embætti heilbrigðisráðherra. Kannski þess vegna að mér þótti gott að lesa viðtal sem birtist við Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra í DV um helgina.
Jæja, þá er að sjá að við sem ventum 180 gráður í síðustu kosningum og gengum gegn upplýstri sannfæringu okkar, að ekki væri hægt að styðja rauða litinn eftir að sá blái hafi um 30 ára skeið staðið í stafni, séum að reka okkur á mola sannleiks hvað yfirlýsingu þá varðar.
Ekki Sigmund Davíð og Tryggva Þór takk! Það er hart að þurfa að lúffa fyrir gömlu nýlenduveldunum, en það væri enn harðara að hleypa þeim kumpánum Sigmundi og Tryggva upp á dekk.