Sæll Ögmundur. Ég ætla að þakka þér fyrir þitt. Í mínum huga verðum við að senda AGS úr landi. Um Icesave verður að semja upp á nýtt eða fara dómstólaleiðina.
Sæll. Ég sá haft eftir þér á Vísi að Sigmundur Davíð hefði verið með bestu ræðuna. Var það vegna þess að honum þótti þessi ríkisstjórn ekkert hafa gert rétt og ef svo er er þá ekki ráð að ganga í Frammsóknarflokkinn? Þú myndir kanski koma til okkar á fund hér í Árborg og skýra þetta út fyrir mér og öðrum.
Ögmundur. Ég sem fyrrverandi félagi þinn í Vg er stoltur af þessari ákvörðun þinni. Ég vildi bara óska þess að fleiri þingmenn Vg væru jafn heilsteyptir í sínum málflutningi og þú ert.
Ekki Sigmund Davíð og Tryggva Þór takk! Það er hart að þurfa að lúffa fyrir gömlu nýlenduveldunum, en það væri enn harðara að hleypa þeim kumpánum Sigmundi og Tryggva upp á dekk.
Blessaður.. Ég tek undir með Pétri S. að heimasíðan þín er góð. Almennt skoðar þú öll mál af kostgæfni og í bréfum lesenda birtast margar raddir, þar er ekki einradda kór.
Sæll Ögmundur. Þakka þér fyrir framgöngu þína, sem kemur mér ekki á óvart. Þú sýndir í sumar hvað þér er efst í huga, það er þjóðin og hvað henni er fyrir bestu. . Þá vil ég segja þér mitt álit á þinni heimasíðu.
Hlustaði á þig í Kastljósinu og verð að segja að VG þyrfti ekki að kvíða því að kjósendur myndu snúa baki við þeim eða falla frá stuðningi við þá, ef að það væri hægt að heyra meiri samhljóm frá VG í takt við nóturnar þínar.