Fara í efni

Frá lesendum

Á AÐ BANNA KIRKJUNA?

Sæll Ögmundur. Ég er mjög ánægður með störf þín sem innanríkisráðherra, og þá sérstaklega herferðina sem þú og ríkislögreglustjóri settuð af stað gegn glæpagengjum á borð við Hells Angels.

AFTURHALDS-SEGGUR SPURÐUR ÚTÚR

6 spurningar þér, ÖJ, til umhugsunar: 1) Ert þú varðhundur ríkis-valdsins ? 2) Ert þú nómenklatúru kommi ? 3) Ert þú minn hræsnisfulli bróðir ? 4) Ert þú íklæddur kross-brynju bírókrata ? 5) Ert þú vonbrigði okkar nóboddíanna ? (innskot-þá ert þú af ætt stalínista) 6) Ert þú sá sem kemur alltaf með messuklæðin, heilagur á svip .

GAMLAR GLÆÐUR

Sæll Ögmundur.. Ákæran er pólitísk, það er rétt.  Það var Alþingi sem samþykkti að ákæra fyrrverandi forsætisráðherra.

Á AÐ RUKKA VIÐ SJÚKRARÚMIÐ?

Sagt er frá nýju lyfjafrumvarpi sem liggur fyrir Alþingi í fréttum fjölmiðla í dag. Sett verði þak á lyfjakostnað sjúklinga.

MIGIÐ Í SALTAN SJÓ

Sæll Ögmundur.. Seinheppnir útvegsmenn. Nú hræða þeir landslýð með því að 260 manns í  nokkrum verstöðvum muni missa vinnuna þegar áhrif kvótafrumvarpa ríkisstjórnarinnar eru fram komin.

ÓSKAÐ VIÐBRAGÐA

Sæll Ögmundur. Ég óska efti viðbrögðum frá þér vegna pistils Steinars Immanuels, sem þú birtir á síðu þinni.

OFBELDI Á VEGUM RÍKISINS!

Sæll Ögmundur.. Ég heyrði í þér á Bylgjunni um daginn þar sem þú varst að tala um ofbeldi og það yrði ekki liðið hér í okkar samfélagi, mikið rosalega er ég sammála þér og vil í því tilliti tala um ofbeldi sem almennir borgarar eru beittir af innheimtstofnunum, af fjámálafyrirtækjum og af vörslusviptingu í skjóli Ríkisssins Sýslumanna.

STÖÐVIÐ ESB SKRÍPALEIKINN!

Sæll minn kæri Ögmundur. Í ráðherraliði VG sé ég þig einan færan um að lemja nú kröftuglega í borðið og stöðva þennan skrípaleik sem heitir vangaveltur um hugsanlega aðild að ESB.

ÞARF JÓHANNA MEIRI VÖLD?

Mér fannst  gott gagnrýnið bréf Árna V hér á síðunni hvað varðar þær hugmyndir í Stjórnlagaráði að þingið kjósi forsætisráðherra beint . Þetta er að mínu mati sama valdstjórnarhyggjan og birtist í hugmyndum sem núna liggja fyrir þinginu og ganga út á  að efla vald forsætisráðherra.

ENN UM NJÓSNIR

Takk fyrir svarið. 1. Erlendum lögreglumönnum er ekki heimilt að starfa á Íslandi nema með leyfi stjórnvalda, þannig að ef þetta var löglegt þá er það vegna þess að Ríkislögreglustjórinn heimilaði það.