Fara í efni

Frá lesendum

GÁTA

Gaman væri að fá svar við eftirfarandi: Ef það kostar 40 milljarða að koma skattleysismörkum á þann stað sem þau voru árið 1994 og ef skuldir ríkisins hafa á þessu tímabili minnkað úr 240 milljörðum "niður í nánast ekki neitt" (Þorgerður Katrín, í sjónvarpinu 05.05.2007).

ÞAÐ VERÐUR AÐ RÆÐA VATNALÖGIN!

Varðandi framgang Bechtel í Cochabamba er kannski rétt að benda á að kröfur Aguas del Tunari (dótturfélagsins sem fékk vatnsveituna) væru verjanlegar undir þeim íslensku vatnalögum sem að óbreyttu taka gildi í nóvember.

HVER ER AFSTAÐAN TIL LÍFEYRISFORRÉTTINDANNA?

Sæll Ögmundur. Ég vildi vekja athygli á yfirlýsingu frá Þjóðarhreyfingunni, því það er beðið eftir afstöðu VG til afnáms lífeyrisforréttinda "æðstu ráðamanna" sem voru lögfest í desember 2003: YFIRLÝSING UM AFNÁM LÍFEYRISFORRÉTTINDA Þjóðarhreyfingin – með lýðræði fagnar heitstrengingum stjórnmálamanna um afnám lífeyrisforréttinda hæstaréttardómara, ráðherra og alþingismanna.

SAMHLJÓMUR Í STJÓRNARANDSTÖÐU

Mér líkaði vel að heyra samhljóminn í stjórnarandstöðunni í kjördæmaþættinum á RÚV í Suð-vesturkjördæmi í gær.

MYNDUÐ ÞIÐ LOKA HRAÐBRAUT?

Er það rétt sem ég heyri frá frambjóðendum Sjálfstæðismanna að Vinstri hreyfingin grænt framboð sé alfarið á móti einkareknum menntskólum? Einnig langar mig að vita hvort Vinstri grænir mundu loka skólum eins og Menntaskólanum hraðbraut ef þeir kæmust til valda ? Kær kveðja með von um gott gengi í komandi kosninum.
HUGSJÓNIR Í VINNUFÖTUM

HUGSJÓNIR Í VINNUFÖTUM

Sæll Ögmundur.Finnur Ingólfsson skóp Bjarna Ármannssyni skilyrði til að ávaxta pund sitt svo að dagblað eitt greindi frá því fyrir ekki löngu síðan að bankastjórinn sem  nú er fráfarandi sé góður fyrir rúma sex milljarða króna.

HAGSMUNAFÉLAGIÐ GRÆÐGIN

Það var einkar viðeigandi að ganga frá starfslokasamningi Bjarna Ármannssonar 1. maí á hátíðis-  og baráttudegi verkalýðsins.

FRAMSÓKNARBRÆÐUR Í LYKILSTÖÐUM

Mikil átök eiga sér greinilega stað á bak við tjöldin í Framsóknarflokknum. Klíkan sem nú ræður þar á bæ hikar ekki við, 2 vikum fyrir kosningar að skipta um stjórnarformann Landsvirkjunar.

UDE AT SVÖMME

Sæll Ögmundur. Allan þann tíma sem Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur verið á sundi í laug í öðru kjördæmi og í hvert skipti sem hann hefur bætt á sig enn einni samlokunni hef ég velt fyrir mér skilaboðunum í auglýsingunni.

VELSÆLD MÆLD Í MEGAVÖTTUM

Það vantar sannarlega ekki á merkar yfirlýsingar nú í aðdraganda alþingiskosninga. Jóhannes Geir stjórnarformaður Landsvirkjunar til 10 ára fengi nokkuð örugglega bikar, ef um "markverðar" yfirlýsingar væri keppt, þegar hann í gær tjáði fréttamönnum, tárvotum augum að hann skildi ekki hvers vegna sér væri nú hafnað.