Fara í efni

Frá lesendum

STJÓRNARFLOKKARINR VEKJA HROLL !

Allir ráðherrar Framsóknarflokksins birtust á fréttamannafundi í gær til að kynna stefnu sína. Jón Sigurðsson, formaður flokksins, kynnti útgjaldapakka sem mér skyldist að slagaði í tuttugu milljarða.

VILJA MENN FÁ LÍFEYRISÞEGA Á VINNUMARKAÐ?

Nú mun það víst vera svo, að lífeyrisþegar mega vinna sér inn 300.000 krónur á ári, áður en til skerðinga bóta kemur.

HANDBREMSUSTOPP FRAMSÓKNAR

Þarf ekki að losa um einhverja skrúfu hjá Jóni Sigurðssyni, formanni Framsóknar eða hefur kannski einhver skrúfa forskrúfast í forritinu hjá honum? Það er augljóst að ráðgjafar Jóns og félaga segja þeim að hamra á því að stjórnarandstöðuflokkarnir vilji stoppa þjóðfélagið með því að hafna stóriðjustefnu Framsóknar.

EKKI GLEYMA EINSTÆÐUM FEÐRUM

Hvað varð um einstæðu feðurna hjá ykkur, eruð þið ekki orðnir of uppteknir af málefnum kvenna. Ég og mínir líkar eigum líka rétt á að vera til og hafa efni á því að taka þátt í þessu þjóðfélagi.

EINKAREKSTRUR EÐA EINKAVÆÐING?

Sæll Ögmundur. Mér leikur hugur á að vita hver munurinn er á einkavæðingu og einkarekstri, að þínum dómi. Þar á ég sér í lagi við heilbrigðis- og menntakerfi.

SA Í EIGIN HEIMI?

Kæri Ögmundur. Lifa samtök atvinnulífsins í eigin heimi þegar þau mæla með stóriðju? Bestu kveðjur,Jón ÞórarinssonSannast sagna er ég undrandi á því að fyrirtækin í landinu skuli ekki andmæla þessum áherslum SA sem sannanlega stríða gegn hagsmunum íslensk atvinnulífs.Með kveðju,Ögmundur.

HVAÐ VAKIR FYRIR "FRÉTTASTOFU" RÚV?

Ég vil leyfa mér að spyrja hvort viðtal í fréttatíma RÚV við Halldór Ásgrímsson, diplomat Íslands (okkar allra) á Norðurlöndum, í upphafi vikunnar hafi átt að þjóna einhverjum fréttatengdum tilgangi eða hvort einfaldlega var verið að reyna að gleðja tiltekinn stjórnmálaflokk sem ég varla nenni að nefna á nafn? Diplómatinn hafði akkúrat ekkert fram að færa í viðtalinu annað en að hann teldi að gamli flokkurinn sinn myndi reisa sig við fyrir komandi kosningar og að VG væri ekkert annað en loftbóla! Getur verið að "fréttastofa" RÚV líti á sig nú orðið sem eins konar loftbólu fréttamiðil? Öðru vísi mér áður brá.

LÁTUM EKKI FÁTÆKT ÚTILOKA FÓLK FRÁ ÞJÓÐFÉLAGINU

Ég er hjartanlega sammála Sunnu Söru hér á síðunni hjá þér að misréttið er mesta meinsemdin í þjóðfélagi okkar.

HAFNARFJARÐARSIGRI ÞARF AÐ FYLGJA EFTIR Í VOR

Sæll Ögmundur. Mig langar til að óska Hafnfirðingum til lukku með mjög afgerandi niðurstöðu í kosningunni í fyrradag.

MISRÉTTIÐ ER MESTA MEINSEMDIN

VG þarf að vera meira afgerandi varðandi velferðarmálin og í tillöguflutningi um að útrýma fátækt í landinu.