Fara í efni

Frá lesendum

JÓN ER EKKI INNI

Landið eitt við áttum undir himni blá. Njóta næðis máttum, nýta fiskiá, vaða vötnin tæru, vitja um lóm og gás, dást að hrís og hæru, hreindýr sjá á rás.

BLEKKINGAR UM EFTIRLAUNAFRUMVARPIÐ AFÞAKKAÐAR

Sæll Ögmundur.Umræðu um eftirlaunahneykslið mun ekki slota í bráð - og ég vona sannarlega að Vinstrihreyfingin – grænt framboð kveði snimmendis upp úr með afstöðu sína í því máli þannig að eftir verði tekið – fyrir kosningar: Er VG reiðubúin að afnema eftirlaunalögin frá í desember 2003 eða breyta þeim þannig að alþingismenn og ráðherrar búi við sömu lífeyrisréttindi og aðrir opinberir starfsmenn? Ég bíð með öðrum orðum spenntur eftir svari þínu við grein minni í mbl.

HVERNIG Á AÐ EFLA SJÁVARBYGGÐIRNAR?

Sæll Ögmundur. Ég óska þér og þínum velgengni í komandi kosningum. En eitt brennur á mér þar sem ér er með þér í kjördæmi: Hvernig sérð þú fyrir þér lausn á vanda Vestfjarða (sem og annarra sjávarbyggða)? Engin launung að ég ætla þér atkvæði mitt svo þetta svar skiptir mig máli.

GÁTA

Gaman væri að fá svar við eftirfarandi: Ef það kostar 40 milljarða að koma skattleysismörkum á þann stað sem þau voru árið 1994 og ef skuldir ríkisins hafa á þessu tímabili minnkað úr 240 milljörðum "niður í nánast ekki neitt" (Þorgerður Katrín, í sjónvarpinu 05.05.2007).

ÞAÐ VERÐUR AÐ RÆÐA VATNALÖGIN!

Varðandi framgang Bechtel í Cochabamba er kannski rétt að benda á að kröfur Aguas del Tunari (dótturfélagsins sem fékk vatnsveituna) væru verjanlegar undir þeim íslensku vatnalögum sem að óbreyttu taka gildi í nóvember.

HVER ER AFSTAÐAN TIL LÍFEYRISFORRÉTTINDANNA?

Sæll Ögmundur. Ég vildi vekja athygli á yfirlýsingu frá Þjóðarhreyfingunni, því það er beðið eftir afstöðu VG til afnáms lífeyrisforréttinda "æðstu ráðamanna" sem voru lögfest í desember 2003: YFIRLÝSING UM AFNÁM LÍFEYRISFORRÉTTINDA Þjóðarhreyfingin – með lýðræði fagnar heitstrengingum stjórnmálamanna um afnám lífeyrisforréttinda hæstaréttardómara, ráðherra og alþingismanna.

SAMHLJÓMUR Í STJÓRNARANDSTÖÐU

Mér líkaði vel að heyra samhljóminn í stjórnarandstöðunni í kjördæmaþættinum á RÚV í Suð-vesturkjördæmi í gær.

MYNDUÐ ÞIÐ LOKA HRAÐBRAUT?

Er það rétt sem ég heyri frá frambjóðendum Sjálfstæðismanna að Vinstri hreyfingin grænt framboð sé alfarið á móti einkareknum menntskólum? Einnig langar mig að vita hvort Vinstri grænir mundu loka skólum eins og Menntaskólanum hraðbraut ef þeir kæmust til valda ? Kær kveðja með von um gott gengi í komandi kosninum.
HUGSJÓNIR Í VINNUFÖTUM

HUGSJÓNIR Í VINNUFÖTUM

Sæll Ögmundur.Finnur Ingólfsson skóp Bjarna Ármannssyni skilyrði til að ávaxta pund sitt svo að dagblað eitt greindi frá því fyrir ekki löngu síðan að bankastjórinn sem  nú er fráfarandi sé góður fyrir rúma sex milljarða króna.

HAGSMUNAFÉLAGIÐ GRÆÐGIN

Það var einkar viðeigandi að ganga frá starfslokasamningi Bjarna Ármannssonar 1. maí á hátíðis-  og baráttudegi verkalýðsins.