11.03.2010
Ögmundur Jónasson
Eru það ekki tómir draumórar og jafnvel barnaskapur að halda að hægt sé að ná einhverri sameiginlegri niðurstöðu allra flokka um Icesave? Er það ekki löngu ljóst að formenn stjórnarandstöðuflokkanna, og þá sérstaklega Framsóknarflokksins, þrífast á illdeilum og vilja draga deiluna sem allra mest á langinn í því skyni að auka líkurnar á því að þeir komist aftur til valda? Eru orð þín og gjörðir ekki einmitt vatn á myllu þeirra? . Svala Jónsdóttir. . Ég svara þessu að nokkru leyti í viðtali á Smuginni sem vísað er í hér á síðunni: http://ogmundur.is/annad/nr/5163/. Með kveðju, . Ögmundur