Sæll félagi Ögmundur.. Svona fór um sjóferð þá! En í stað þess að dvelja við það liðna vil ég aðeins spá í spilin sem sá Framsóknarmaður sem ég var fram að 12 ára aldri.
Gangi þér vel í kosningunni á morgun. Þú ert búinn að standa þig vel sem ráðherra og ég gæti ekki hugsað til þess að stjórnarandstaðan ætti þig ekki að ef svo hræðilega æxlaðist að gömlu hrunverjarnir í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki mynduðu næstu ríkisstjórn.. Sveinn Jónsson .
Líst vel á að fá Rósu Björk á þing. Það ætti að takast með sameiginlegu átaki. Áfram stelpur. Þú mátt gjarnan vera með Ögmundur minn! enda hefurðu staðið þig vel í jafnréttismálunum!. Guðfinna Jónsdóttir.
Ég er hundfúll út í VG en ég ætla að kjósa þig þrátt fyrir VG. Ég ætla að kjósa þig út af fjórum málum, Icesave, Núbó, Guðmundar- og Geirfinnsmálum og síðan Landsdómsmálinu.
Hrikalegt er að fylgjast með sumum minni frammboðanna bera það á borð að þau hafi enga stefnu heldur ætli bara að rabba um hlutina, helst á netinu, þá verði allt gott.
Sæll, Ögmundur.. Ég er með smáhugmynd sem er sú að það þarf að breyta í sambandi við alþingiskosningar að það sem þessir flokkar eru fram að bjóða og lofa fólkinu í landinu þyrfti að setja reglur um þannig að þeir þurfi að standa undir því sem þeir lofa, nái þeir kosningu.
Í Fréttablaðinu í dag skrifar Herbert Snorrason um stefnu Pírata í landsbyggðamálum. Ef ég skil orð hans rétt þá er svarið þar eins og oft áður hjá þeim stjórnmálaflokki að Píratar ætlist ekkert fyrir sjálfir heldur aðeins að búa til farveg fyrir íbúa landsins til að hafa áhrif.