Fara í efni

Frá lesendum

VATN, EINKAVÆÐING, ESB OG ÍSLAND

Sæll félagi.. Framkvæmdastjórn ESB stefnir nú að einkavæðingu vatns í Evrópu! Gróði vatnsfyrirtækja í 3ja heiminum hefur ekki verið nægur og andstaðan víðast mikil svo það var fyrirsjáanlegt að þau stefndu á ríkari markaði.

SAMMÁLA!

Er svo sammála Ögmundi, löngu kominn tími til að stjórnvöld taki í taumana. kv. Þorbjörg.

RIFJUM UPP SÖGUNA!

Sæll Ögmundur og gleðilegt ár.. Mig lagnar til þess að rifja upp með þér dálitla sögu um mann sem ég átti samleið með árið 1983.

MÁLEFNI ÚTLENDINGA VIÐKVÆM

Sæll Ögmundur.. Mikið mæðir á þér vegna hælisleitenda sem hingað koma flugleiðis meðal annars skilríkjalausir.

MÓTMÆLIR ORÐUM FORSTJÓRA ÚTLENDINGA-STOFNUNAR

Sæll Ögmundur! . Fordómar forstjóra Útlendingastofnunar eru hneyksli. Forstjórinn gerir lítið úr þeim sem eru á flótta og þurfa að leita sér hælis og talar um það sem "aðlaðandi kost"! Menn séu bara að misnota sér "gestrisni" Íslendinga og komi hingað til að fá frítt fæði og húsnæði!! Og geti verið hér lengi sem hælistúristar af því að málsmeðferð sé svo "hrikalega löng"! Væntanlega þekkir hún ekki til á því "fjögurra stjörnu hóteli" þar sem hælisleitendur eru meira og minna lokaðir inni á, því ekki mega þeir einu sinni kaupa sér mat í öðrum sveitarfélögum! . Mín skoðun er sú að þessi Kristín Völundardóttir forstjóri Útlendingastofnunar eigi að segja af sér á stundinni! Hún er greinilega ekki hæf til að sinna þessum umbjóðendum sínum sem skyldi.

FRÉTTIR AF SJÓFERÐABÓKUM?

Sæll Ögmundur og gleðilegt ár. Þegar spurt var fyrir áramót hvað liði útgáfu á löglegri sjóferðabók fyrir íslenska sjómenn, þá vildir þú kynna þér málið áður en þú tjáðir þig um það.

VANHUGSAÐ AF HÁLFU STJÓRNAR-ANDSTÖÐU

Ég er þér hjartanlega sammála Ögmundur með að fresta hefði átt barnalögunum þangað til að búið væri að fara yfir þetta með sýslumönnum landsins en hingað til hefur það nú ekki gengið of vel hjá þeim að vinna með málefni barna og þau yfirleitt ófaglega unnin þótt ekki sé meira sagt...Ég tel að með því að demba þessu á núna um áramótin þá gefist þessu fólki ekki kostur að kynna sér þetta mál til hlítar og það mun bitna á saklausum börnum...Held að stjórnarandstaðan hafi ekki hugsað þetta til enda og hafa greinilega ekki þurft á þessari þjónustu að halda.

SIR HUMPHREY OG RÁÐHERRANN

Sæll Ögmundur. Mjög oft hefur þú komið mér skemmtilega á óvart þessi síðustu 4 ár með góðum rökum og úthugsaðri stefnu sem oft byggir á skoðun sem ég get skrifað undir að lang mestu leiti.

ÓÁBYRG VINNUBRÖGÐ Á ALÞINGI

Ég vil þakka þér framgöngu þína í barnalagamálinu; að vilja tryggja fjármagn til að lögin verði annað og meira en orðin tóm.

TILBÚIÐ TIL TÖKU?

Það virðist vera að fleiri og fleiri ovæntir útlendingar hafi fundið Ísland a kortinu og akveðið ad kaupa ser miða hingað til að hefja nýtt líf.