Sæll Ögmundur.. Ég er mjög ánægður með þitt framlag varðandi endurskoðun á vegarlagningu á Álftanesi þar sem þú tekur undir með þeim sem vilja vernda Gálgahraun.
Ég vildi þakka Ögmundi og Vinstri grænum fyrir mörg vel unnin störf á efiðum tímum. Ég kaus ykkur síðast en eftir að hafa svikið okkur græna fólkið með þessu Bakka máli þá get ég ekki kosið ykkur framar.. Ingimundur Þór Þorsteinsson.
Þessi ábending þín varðandi menntun SDG, doktorsnám og nám almennt er til fyrirmyndar og orð í tíma töluð, ég er krati og því ekki þinn flokksfélagi né kjósandi VG, en það skiptir ekki máli því þessi málflutningur er þér til mikils sóma og þeim sem viðhafa hitt til vansæmdar, kveðja, . Pálmi P.
Eins og ég hef skilið orð Píratana í framboðsham þá er internetið lausnin, eða öllu heldur sá fólksfjöldi sem veitir stjórnvöldum aðhald með upplýsingar að vopni.
Ég er hjartanlega sammála Arndísi Soffíu Sigurðardóttur, sem skipar 1. sætið hjá VG á Suðurlandi, í bloggi hennar á Smugunni þar sem hún segir hve miklu máli hafi skipt hver gegndi ráðherraembætti í dómsmálaráðuneytinu og síðar innanríkisráðuneytinu, hvað mannréttindamálin varðar.
Það er alveg rétt hjá þér að Íslykillinn hjá Þjóðskrá - nafnspjaldið á netinu sem þið nefnið svo - markar mikilvægt framfaraspor í rafvæðingu opinberrar þjónustu og í rafrænu lýðræði.