Fara í efni

Frá lesendum

LÍF FULLT AF MÓTSÖGNUM

Þú segir í grein þinni um fólksflutninga Ögmundur að þegar fækki í Evrópu vegna þess að þjóðirnar deyi örar en þær geti af sér nýja einstaklinga þá þurfi að flytja inn fólk annars staðar frá.

SAMSTARF VIÐ GRÆNLAND ÁN GRÓÐA-HYGGJU!

Það sem ég alltaf hef óttast birtist mér í viðtali í Morgunblaðinu í dag: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/09/14/vita_meira_um_tunglid_en_graenland/ . Í stað þess að eiga góð og óeigingjörn samskipti, samstarf og samráð við Grænlendinga, sem ég er algerlega fylgjandi, á nú að fara að græða á Grænlandi og Grænlendingum! Guð forði okkur frá því.

VAR STAÐAN AUGLÝST?

Mig langar til að forvitnast hvernig þér líst á að bróðir núverandi innanríkisráðherra hafi verið ráðinn sem mikilvægur yfirmaður innan Lögregunnar.

HIN MIKLU MÁL Á ALÞINGI?

Þingmenn Pírata vilja að sögn ekki nota hugtökin háttvirtur og hæstvirtur á Alþingi. Sjá: http://www.dv.is/frettir/2013/9/14/tokum-okkur-ekki-sjalfkrafa-virdingartitil-sem-thjodinni-finnst-ekki-ad-vid-eigum-skilid/ . Ég hef skilning á því en ekki hinu að finnast þetta vera yfirhöfuð eitthvert mál.

VIÐ LOKUM OKKUR AF

Þakka þér fyrir frásögnina af fyrilestrinum um þjóðflutninga. Fyrirlesara þótti, samkvæmt frásögn þinni, undarlega lágt hlutfall heimsbúa hafa reynt að flýja örbyrgð sína, rúmlega 3%.

FLUGBRAUTIR Í KAFI EÐA FENEYJAR NORÐURSINS?

Er ekki meiningin að hugsa þetta flugvallarmál til langrar framtíðar? Er ekki verið að tala um hækkun sjávar? Er þá skynsamlegt að byggja flugbraut út í Skerjafjörðinn? Þá væri nær að flytja fulgvöllinn því hann liggur allur lágt.

ER SKERJA-FJÖRÐURINN EKKI FRIÐAÐUR?

Nú skyndilega kviknar áhugi hjá andstæðingum flugvallarins í Vatnsmýrinni að finna sáttaleiðir. Gæti skýringin verið sú að þeir eru komnir í augljósan og sífellt meira afgerandi minnihluta og sjái sig nú tilneydda að draga í land? Álheiður Ingadóttir fyrrverandi alþingismaður, skrifar grein í Fréttablaðið þar sem hún segist vilja leggja flugbraut út í Skerjafjörðinn og undir þetta er tekið í lesendabréfi til þín Ögmundur.

EINSOG SPENNUSAGA

Í fyrsta skipti á ævinni bíð ég spenntur eftir fjárlögum. Þetta er að verða einsog magnaðasta spennusaga. Í fjárlögunum mun ríkisstjórnin nefnilega birta sinn innra mann - ekki þann sem við kynntumst í kosningunum heldur hvað hún raunverulega gerir þegar hún er komin með völdin.

MÁLAMIÐLUN UM FLUGVÖLL?

Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi alþingiskona,  skrifar grein í Fréttablaðið í dag og stingur upp á málamiðlunartillögu um framtíð Reykjavíkurflugvallar.

ÞAR ÉTUR KERFIÐ SIG INNAN FRÁ

Sæll Ögmundur,. Heilbrigðiskerfið þykir dýrt hér á landi á alla mælikvarða sem óseðjandi hýt en hvar skyldi draga mörkin? Kemur að því að eldri borgarar yfir 70 ára hafi lifað sældardaga og þurfi síður í dýrar eiturmeðferðir vegna krabbameins sem lengir lifið mögulega um fá ár eða fá líknandi meðferð? Á að skikka þá sem eru of þungir til að takast á við þann vanda á eigin vegum fyrir aðgerð sem dugar ein og sér skammt verði matarfíkninni ekki slátrað? Sjálfur er ég ný skriðinn út úr 5 vikna sjúkrahússdvöl eftir bakspengingu vegna hryggbrots en vegna sparnaðar var því sleppt að taka mynd illu heilli og hökkti þannig í marga mánuði uns spenging var óumflýjanleg með skertum lífsgæðum.