07.09.2013
Ögmundur Jónasson
Sæll Ögmundur,. Heilbrigðiskerfið þykir dýrt hér á landi á alla mælikvarða sem óseðjandi hýt en hvar skyldi draga mörkin? Kemur að því að eldri borgarar yfir 70 ára hafi lifað sældardaga og þurfi síður í dýrar eiturmeðferðir vegna krabbameins sem lengir lifið mögulega um fá ár eða fá líknandi meðferð? Á að skikka þá sem eru of þungir til að takast á við þann vanda á eigin vegum fyrir aðgerð sem dugar ein og sér skammt verði matarfíkninni ekki slátrað? Sjálfur er ég ný skriðinn út úr 5 vikna sjúkrahússdvöl eftir bakspengingu vegna hryggbrots en vegna sparnaðar var því sleppt að taka mynd illu heilli og hökkti þannig í marga mánuði uns spenging var óumflýjanleg með skertum lífsgæðum.