Fara í efni

Frá lesendum

EKKI FARA Í GAMLA FARIÐ!

Ólof Nordal, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sagðist í morgunþættinum Sprengisandi á Bylgjunni, vilja kosningar sem fyrst.

NÝJA BYLTINGU!

Krefjumst afsagnar leppstjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins! Burt með AGS! Leppstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hin Norræna velferðarstjórn, hefur endanlega afhjúpað vanhæfi sitt! Hún hefur ekki varið hagsmuni þjóðarinnar, og síst þeirra sem standa höllum fæti, gegn auðmagninu og eigendum þess, hvers fulltrúi AGS er! Nú á enn og aftur að ráðast á velferðarkerfið til að auðvaldið fái sitt! Hagsmunir þess hafa forgang, ekki alþýða Íslands! Næst mun velferðarstjórnin afhenda hina alþjóðalega auðvaldi auðlindir þjóðarinnar, og afnema hið félagslega rekna heilbrigðiskerfi og ráðast að menntakerfinu enn frekar! Rekum þessa ríkisstjórn af höndum okkar því hún er vanhæf, jafn vanhæf og stjórnin sem Búsáhaldabyltingin kom frá völdum! Hefjum Búsáhaldabyltinguna á ný! Og nú með pólitísku innihaldi! Burt með vanhæfa ríkisstjórn! Rekum AGS af höndum okkar! Vg virðist líta á þetta "vinstri" sitt, einsog skrautnælu frá Sigga í "Gull og Silfur." "Ég myndi nú ekki orða það þannig", er sjálfsagt eina svarið sem fæst frá Steingrím J.! Lifi Byltingin! Frelsi, jafnrétti, bræðralag!. Auðun Gíslason

EKKI STÍGA HRUNADANSINN!

Merkilegt nokk þá blasir við manni sú staðreynd að allnokkrir þingmenn úr liði samstarfsflokksins eru að gæla við þá staðreynd að umboð þeirra til samkundunnar muni fást endurnýjað.

SPARNAÐ STRAX

Ríkisstjórnar generálarnir vilja sparnað í stjórnkerfinu. 350 milljónir gætu sparast við að losna við yfirmenn.

MIKIÐ UM NÝSKRÁNINGAR

Styrkur orðsins SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA útvatnast alveg svakalega við það að verða Atvinnumálaráðherra. Ég er einfaldlega á móti því að JÓNI BJARNASYNI verði skákað út fyrir slíkt.

UM RÁÐHERRA-FÆKKUN OG SPARNAÐ

Nú á að fækka ráðuneytum um þrjú held ég. Eins og fjármálaráðherrann lýsti þessi í hádegisfréttunum var markmiðið að ná fram sparnaði og tiltók að hver maður gæti séð að þá verða færri ráðherrar á launaskrá.

MIKIL MISTÖK

Yfirlýsingar forsætisráðherra landsins eru til þess fallnar að ónýta öll mál sem höfðuð verða gegn svindlurum hrunsins.

ENGIN ÁSTÆÐA TIL AÐ UNDRAST

Af hverju ertu undrandi? ( http://ogmundur.is/samfelagsmal/nr/5282/ )Leiðitamur bankastjóri. Hver er orðinn stjórnarformaður?. Ólafur Sveinsson.

SÖLUMENN DEYJA EKKI HÉR

Birna Einarsdóttir, bankastjóri, sinnir held ég því starfi vel sem hún er ráðin til. Hennar er að ávaxta pund þess sem er skráður fyrir Íslandsbanka, sá sem á bankann, eða hefur leyfi til að reka hann.

ÚTVERÐIR EVRÓPU

Sæll Ögmundur. Þeir skrá dýra bíla á einkahlutafélög, þeir reka sig í gegnum einka- og samlagsfélög, og þeir vinna mestan part sem verktakar hjá þessum einkahlutafélögum.