Fara í efni

Frá lesendum

HVAÐ DVELUR BOÐAÐAR BREYTINGAR?

Mér skildist á forystumönnum ríkisstjórnarinnar eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um daginn að nú þyrfti að þétta raðirnar.

NORÐURSLÓÐA-SAMSTARF

Sæll Ögmundur.. Rétt sem þú segir um samkenndina, sem Færeyingar og Norðmenn sýna okkur. Vel til fundið að hafa fánana undir myndunum af utanríkisráðherrunum og lögmanni Færeyinga til að minna á þau samfélög sem þeir eru sprottnir upp úr.

VATN Á MYLLU ANDSTÆÐINGA?

Eru það ekki tómir draumórar og jafnvel barnaskapur að halda að hægt sé að ná einhverri sameiginlegri niðurstöðu allra flokka um Icesave? Er það ekki löngu ljóst að formenn stjórnarandstöðuflokkanna, og þá sérstaklega Framsóknarflokksins, þrífast á illdeilum og vilja draga deiluna sem allra mest á langinn í því skyni að auka líkurnar á því að þeir komist aftur til valda? Eru orð þín og gjörðir ekki einmitt vatn á myllu þeirra? . Svala Jónsdóttir. . Ég svara þessu að nokkru leyti í viðtali á Smuginni sem vísað er í hér á síðunni: http://ogmundur.is/annad/nr/5163/. Með kveðju, . Ögmundur

ÞEGAR ÍHALDIÐ HRÓSAR...

Sæll Ögmundur ! . Ég er flokksmaður í VG í kraganum og kaus þig og Guðfríði í síðasta prófkjöri. Ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með samstöðuleysi þitt og hina viðkvæmu sannfæringu þína sem þér finnst þú verða að fara eftir.

ER SAGAN AÐ ENDURTAKA SIG?

Sæll Ögmundur.. Hefur þú séð skuldaklukku Icesave seinkunarinnar? Hún birtist á vef ungra jafnaðarmanna og byggir á útreikningum Gunnlaugs nokkurs hagfræðings sem Pétur vinur þinn hér á síðunni hefur vitnað til.

VILL LÁTA SYNDA MEÐ STRAUMNUM

Ég sem meðlimur VG frá upphafi vil fá að vita hversu langt þú vilt ganga til að ná þínum persónulegu markmiðum til að að öll dýrin í skóginum verði einhuga.

MUN STJÓRNIN LIFA?

Sæll Ögmundur.. Nú hafa fleiri en einn haldið því fram að "órólega deildin" í VG hafi líf ríkissjórnarinnar í hendi sér.Nú ráðist það fljótt hvort stjórnin lifi áfram eða ekki.

ERU PÓLITÍSK MARKMIÐ FRAMSÓKNAR EKKI SKÝR?

Sæll vertu Ögmundur. Þú sást Silfur Egils í gær. Þú hefur verið lengi í pólitík. Er einhver vafi í þínum huga um pólitískt agenda Sigmundar Davíðs? Meira að segja amatörinn ég sé skýrt hvað Sigmundur Davíð ætlar sjálfum sér og sínum.

ÓSKAÐ EFTIR SVARI

Sæll Ögmundur.. Nú er komin niðurstaða í þjóðaratkvæðagreiðsluna og hvað svo? Hvernig sérð þú næstu skref hvað villt þú gera? Er nú að hlusta á Silfur Egils eins og þú ert væntanlega líka að gera.

TRÚARLEGT STEF?

Fjármálaráðherra sagði í viðtali við sjónvarpið á kjördag að hann hefði tekið að sér starf sem enginn annar vildi.