Fara í efni

Frá lesendum

UM ICESAVE OG JÓN BJARNASON

Vona að það sé ekki í andstöðu við lífsskoðanir þínar að ætla hugsanlega að ganga til liðs við ríkisstjórnina sem knúði í gegn umsóknaraðild að ESB.

BANKAR ERU SAMFÉLAGS-STOFNANIR OG EKKERT ANNAÐ!

Ég, persónulega, er alveg orðlaus yfir, að þegar að minnsta ríkið í samfélagi þjóða, varð gjaldþrota, með þvílíkum afleiðingum, að skrifaðar verða í sögu mannkyns, þá situr við völd vinstri stjórn, sem gerði ekki betur en að einkavæða alla banka aftur.

TÍMI TIL AÐ TENGJA ORÐ OG ÁBYRGÐ

Athyglisverð umræða um útreikninga "hagfræðingsins" Gunnlaugs K Jónssonar. Menn virðast ekki þurfa að vera ábyrgir orða sinna lengur.

HLUTAÐEIGANDI SEGI AF SÉR!

Heill og sæll Ögmundur og allir góðir hálsar: Furðulegt mál er vægast sagt komið upp. Að láta sér detta í hug að semja við eitthvað dularfullt fyrirtæki sem byggir á hernaðardýrkun er ótrúleg heimska og bíræfni.

TVÖ REIKNINGSDÆMI FROSTA

Ég hef lesið það víða upp á síðkastið að kostnaðurinn sem íslensk þjóð verður fyrir vegna tafa við afgreiðslu Icesave nemi 75 milljörðum króna á mánuði.

ÞJÓÐARATKVÆÐA-GREIÐSLU UM LISTAMANNALAUN

Ég hvet VG til að beita sér fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um listamannalaun. Alltaf þegar listamannalaunum er úthlutað kemur upp ágreiningur sem klýfur þjóðina í 2 fylkingar eins og skoðanakannanir sýna.

RANNSÓKNAR-SKÝRSLAN TILNEFND?

Ekki ætla ég að ræða innihald skýrslunnar enda eru prófarkalesarar stjórnmálaflokkanna að fara yfir lokaeintakið.

HVAÐ DVELUR BOÐAÐAR BREYTINGAR?

Mér skildist á forystumönnum ríkisstjórnarinnar eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um daginn að nú þyrfti að þétta raðirnar.

NORÐURSLÓÐA-SAMSTARF

Sæll Ögmundur.. Rétt sem þú segir um samkenndina, sem Færeyingar og Norðmenn sýna okkur. Vel til fundið að hafa fánana undir myndunum af utanríkisráðherrunum og lögmanni Færeyinga til að minna á þau samfélög sem þeir eru sprottnir upp úr.

VATN Á MYLLU ANDSTÆÐINGA?

Eru það ekki tómir draumórar og jafnvel barnaskapur að halda að hægt sé að ná einhverri sameiginlegri niðurstöðu allra flokka um Icesave? Er það ekki löngu ljóst að formenn stjórnarandstöðuflokkanna, og þá sérstaklega Framsóknarflokksins, þrífast á illdeilum og vilja draga deiluna sem allra mest á langinn í því skyni að auka líkurnar á því að þeir komist aftur til valda? Eru orð þín og gjörðir ekki einmitt vatn á myllu þeirra? . Svala Jónsdóttir. . Ég svara þessu að nokkru leyti í viðtali á Smuginni sem vísað er í hér á síðunni: http://ogmundur.is/annad/nr/5163/. Með kveðju, . Ögmundur