26.02.2010
Ögmundur Jónasson
Árið 2010 verður ár umbreytinga í íslensku þjóðfélagi,ár hins almenna launþega. Launþeginn sem hefur stritað fyrir óðalsbændur, kaupmenn, hermangara og kvótaeigendur frá upphafi byggðar hefur nefnilega fengið sig fullsaddan! Í fyrra vor settist svokallaður vinstriarmur fjórflokksins að völdum og óneitanlega kveikti vonir í brjósti fólks um alvöru breytingar og gagnsæi í verkum stjórnvalda, óhætt er að halda því fram að þær vonir urðu að engu nema vonbrigðum í besta falli og nægir að nefna í því sambandi þann mikla tíma og fjármuni sem varið hefur verið í Esb umsókn (í óþökk þjóðarinnar) og tilraunir til að samþykkja icesave (í óþökk þjóðarinnar).