07.08.2009
Ögmundur Jónasson
Undarlegt þótti mér að lesa um það í Morgunblaðinu í morgun að Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, hefði skrifað bresku samninganefndinni til að spyrja hvort sú gagnrýni Ragnars Hall og annarra íslenskra lögmanna að Icesave samningurinn væri Bretum í hag og á kostnað Íslendinga hvað varðar skipti þrotabús, ætti nokkuð við rök að styðjast! Með öðrum orðum íslenskur samninganefndarmaður leyfir sér að spyrja gagnaðila okkar leiðandi spurninga til að veikja málstað Íslands á sama tíma og Alþingi ræðir fyrirvara til að vernda íslenska hagsmuni.