Fara í efni

Frá lesendum

ÆRLEGUR STÓRGLÆPAMAÐUR

Þegar Landsbankastjórarnir tveir, Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson, létu dreifa Landsbankablaðinu Moment i Hollandi var það gert til að kynna Icesave reikninga.

UM VISKU FJÖLDANS

Þetta var nafn á bók sem kom út fyrir nokkrum árum. The Wisdom of Crowds. Þar var leitt líkum að því að yfirleitt var hægt að treysta meirihlutanum til að skynja veruleikann rétt.

UM HEILBRIGÐIS-ÞJÓNUSTU YFIR LANDAMÆRI

Hæstvirtur heilbrigðismálaráðherra. Mig langar til að hjálpa Hreini K sem skrifaði nýlega lesendabréf að skilja hvers vegna menn og fyrirtæki hafa áhuga á því að flytja sjúklinga til Íslands.

HIN NÝJA FLORENCE NIGHTINGGALE

Otto heitir maður Nordhus. Hans bisniss eru sjúklingar. Hann vill endilega flytja "norræna sjúklinga" til Íslands til að lækna þá þar.

TREYSTI Á ÞIG

Heill og sæll Ögmundur . Nú eru erfið mál uppi. Og því miður virðist það svo, séð utan frá, að margir þeir þingmenn sem maður hefur treyst á til þess að takast á við slík mál séu að hopa.

"STÖÐUGLEIKA-SÁTTMÁLINNN" GENGUR LENGRA EN AGS!!!!

Ég las bréf Ólínu um "Stöðugleikasáttmálann". Flott grein eða bréf. Kossaflangsið yfir yfirlýsingu um að skera velferðarkerfið niður við trog.

ICESAVE OG ESB

"Enginn er eyland" sögðu gömlu kommarnir með Kristinn E. Andrésson í broddi fylkingar. Getur Ísland því sagt sig úr lögum við alþjóðasamfélagið? Verðum við ekki að samþykkja Icesave-samningana eins og þeir liggja fyrir.

RÍKISSTJÓRNIN VERÐUR AÐ LIFA

Í stöðunni er ekki um annað að ræða en að styrkja núverandi ríkisstjórn. Hún er að þrífa upp skítinn eftir Sjálfstæðisflokkinn og það tekur tíma.

OF MIKIÐ FYRIR ÞJÓÐARBÚIÐ

Sæll Ögmundur. Fullveldi, sjálfstæði, frelsi sagðiru í grein í Morgunblaðinu nú í vikunni, góð grein og gastu þar skýrt þín sjónarmið og gerðir það á mjög góðan hátt.

ÞAÐ ER ÓÞÆGILEGA STUTT Í ÞJÓÐMENINGAR-HÚSIÐ

Sæll Ögmundur. Fyrsta maí myndin frá Moskvu líður mér aldrei úr minni. Fyrst marsjérandi hermenn, svo gljáfægðir vörubílar, yfirbyggðir með eldflaugum, svo ógurlegir að ég hálfmissti málið, og að endingu öldungarnir, ráðstjórnin sjálf, sem höfðu raðað sér upp langsum eftir grafhýsi Leníns, eða var það grafhýsi Stalíns? . . Og alltaf var þetta eins.