Fara í efni

Frá lesendum

MARKAÐASKERFI TIL EILÍFÐARNÓNS?

Sæll Ögmundur... flott ræða hjá þér í gær en núna ætla ég bæði að spyrja þig og segja þér máski eitthvað sem þú veist sjálfur.

HVERS VIRÐI ERU RÁÐHERRA-STÓLAR?

Sæll kæri Ögmundur.... Þó það virðist hafa lítið að segja, þá er ég óbreyttur borgari algjörlega mótfallin aðild Íslands að Evrópusambandinu og tel að aðildarumsókn án þjóðaratkvæðagreiðslu, siðferðislega ranga, ef slíkt þá ekki fer beinlínis í bág við stjórnarskrá lýðveldisins.

VÍÐUR SJÓNDEILDAR-HRINGUR

Sæll Ögmundur og takk fyrir síðast. Í umræðum á Alþingi um Icesave hafa margir haldið góðar ræður, þar á meðal Steingrímur Sigfússon formaður Vinstri grænna og Valgeir Skagfjörð varaþingmaður Borgarahreyfingarinnar.

EKKI ESB

Sæll Ögmundur.. Ég kaus ekki Vinstri græna nú og áður til þess að þeir ættu þátt í að koma Íslandi inn í ESB.

EKKI FELLA STJÓRNINA!

Meirihluti kjósenda á Íslandi er félagslega sinnaður og hefur verið það frá upphafi sjálfstæðis. Þrátt fyrir þetta hefur þjóðin nánast látlaust þurft að búa við hægri stjórn.

LÁTUM EKKI GULLIÐ GLEPJA

Sæll Ögmundur.. Ég vil þakka þér góða grein í Morgunblaðinu í dag og get tekið undir hvert orð þar um varfærni þótt gullið glói og vanti mikið af því.

UM SNAUTLEG LAUN

Sæll Ögmundur.. Friðrik heiti ég og hef nýlega hafið störf sem unglæknir hér á Íslandi. Mig langar að senda þér örstutta spurningu sem ætti að vera hægt að svara með örstuttu svari varðandi kjör lækna.

AÐ RÁÐAST Á GARÐINN ÞAR SEM HANN ER LÆGSTUR

Sæll Ögmundur! . Satt best að segja er ég undrandi á þér og þínum félögum í ríkisstjórn að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur.

LOKAÐIR INNI Í EIGIN HEIMI

Því miður er það svo að lífsverk Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar hefur reynst mesta þjóðníðingsverk Íslandssögunnar og er þessum báðum stjórnmálamönnum mikil vorkun.

UM MEINT SVIK STJÓRNMÁLA-MANNA

Í síðustu kosningum var yfirlýst stefna vinstri grænna í evrópumálum að aðild kæmi ekki til greina, og þess vegna greiddi fjöldi Íslendinga þér og þínum atkvæði.